Náttúrufræðingurinn - 1962, Qupperneq 25
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
20. mynd. Stentor, —
gríðarstórt ferskvatns-
frumdýr, allt að 2.5
mrn að lengd. Stentor
getur synt um, en tyll-
ir sér oft við vatns-
botninn eins og mynd-
in sýnir. Kringum kok-
ið (2) og munninn er
bifhárakrans (1). Dýrið
getur dregið sig saman
með n. k. „vöðvaþráð-
um“ (3). Stórkjarninn
(4) er lagaður eins og
perlufesti, en rennur-
saman í klump í hvert
sinn, sem dýrið skiptir
sér.
konar frumdýrum, sem
jafnframt væru forfeður nú-
lifandi frumdýra. — En
hvernig hefur þróun frum-
dýrs í fjölfrumudýr f'arið
fram?
Um þetta efni iiafa verið
settar fram tvær kenningar:
Hin fyrri kenningin, sem
flestir líffræðingar aðhyll-
ast, er þannig, að forfeður
ttkkar á þroskastigi frum-
dýranna hafi loðað sarnan
í stórhópum og myndað
dýrasambú (kólóníu), og
einstaklingar sambúsins
liafi smám saman þróazt til að sinna ákveðnum störfum í þágu
heildarinnar, unz þeir hafi glatað einstaklingseinkennum sínum og
orðið að frumum í fjölfrumudýri.
Svona liefur þróunin ugglaust ver-
ið, er kragasvipudýrin eða forfeður
þeirra breyttust í svampa. Til eru ým-
is frumdýr, senr lifa á sambússtigi.
21. mynd. Vorli-
cella, skolpdýr,
>em situr iast við
botninn. Dýrin
geta dregið sig
saman (dýrið t.
h. á myndinni).
Ef harðnar í ári,
vex bifhárabelti
kringum dýrið
og jtað losar sig
frá botninum og
leitar uppi betri
samastað.
Hin kenningin um uppruna
frumudýra er þannig, að flókið lrum-
dýr á borð við skolpdýr hafi sérhæft
mismunandi hluta kjarnans (eða mis-
munandi kjarna, ef um fjölkjarna dýr
hefur verið að ræða) til að stjórna
mismunandi hlutum frymisins, og loks
liafi myndazt skilrúm milli þessara
frymishluta og þar með orðið til fjölfrumudýr.
Myndirnar eru sóttar í jjessi rit: lielar, I\. I!)2(i. Der Forntwechsel der lJro-
tistenkerne. fena (1. mynd); Borradaile, L. A. o. fl. 1951. The Invertebrata,
Cambridge (2., 3., 4., 7., 8., II. og 12. mynd) og Buchshaum, li. 1951. Animals
without Backbones (Pelican Books) (5., (i., 9., 10. og 13.—21. myncl).