Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1962, Síða 49

Náttúrufræðingurinn - 1962, Síða 49
NÁTTÚ RUFRÆÐ INGURINN 93 Trausti Einursson: Nokkur orð um íslaus svæði Ritstjóri Náttúrufræðingsins hefur gefið mér kost á að bæta nokkrum orðum við athugasemd Guðmundar Kiartanssonar, sem hér fer á undan. Ég vil gjarnan nota tækifærið til þess að láta í ljós ánægju mína yf'ir þessari ágætu grein G. K. og jrakka honum vinsam- leg ummæli um greinar mínar, senr hann vitnar í. Guðmundur ger-- ir ljósa grein fyrir skoðanamun okkar og er þar litlu við að bæta. Hins vegar virðist mér rétt, að ég skýri eitt atriði í grein minni urn íslaust svæði á Austurlandi nokkru nánar og gæti þá skoðanamunur okkar komið enn betur í ljós. í greininni segir: „Að hin rnikta ójöfn- un landsins (þ. e. á Búlandsnesi) hefði getað orðið eftir ísöld er and- stætt reynslu, enda í ósamræmi við tilveru hins lítt eydda ísheflaða lands skannnt frá“ (bls. 28). Það sem ég hafði hér í huga í fyrri hluta setningarinnar voru t. d. hinir alkunnu ísfáguðu og rákuðu grágrýt- isfletir neðan fornra sjávarmarka (43 m) í nágrenni Reykjavíkur, lieflaðar blágrýtisklappir í sj<» fram við Eyjafjörð, ísrákun nyrzt á Melrakkasléttu, senr G. K. hafði einmitt sagt mér frá, og mörg önn- ur dæmi. Þegar G. K. segir, að „neðan við . . efstu sjávarmörk hef- ur sjórinn máð brott flestar jökulminjar, Jrar á meðal jökulrákir" og að jretta eigi við „um allt Jrað undirlendi á íslandi, sem lá óvarið fyrir öldum úthafsins“, þá er ljóst, að við gerum mismikið úr eyð- ingu af völdurn sjávar — og það ræður miklu um þær ályktanir, sem við drögum hvor um sig. Hjá mér hefur sú skoðun styrkst æ nreir í seinni tíð, að sjórinn hafi unnið lítið eyðingarstarf á þeim tíma, er liann stóð hátt í lok ísaldar, og þegar í ljós kemur mikil eyðing á vissum annesjum, komi nrjög til greina, að þau hafi verið íslaus á síðasta jökulskeiði. Það á við um Búlandsnes. Samkvæmt skoðun G. K. ættu holtin í Flóa og Ölfusi að vera sambærileg við Búlands- nes, en mér virðist munurinn á landslagi þó talsverður. Ályktun G. K. út frá ísrákunum, senr hann hefur fundið á Háls- nm, liggur beint við. Að rákirnar séu eldri en frá síðustu ísöld er

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.