Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1962, Side 47

Náttúrufræðingurinn - 1962, Side 47
NÁTTÚRUFRÆÐIN G U RIN N 91 sé einnig £rá Salpausselká- eða Búðaskeiðinu. Ekkert mælir á móti þeirri skoðun, en lnin styðst við fleira en enn er talið. Svo fór um ísland sem önnur lönd, er af þeinr létti jökulfarginu í ísaldarlokin, að þau tóku að lyftast. Vegna festu og tregðu jarð- skorpunnar byrjaði sú lyfting landsins seinna og var hægari í fyrstu en hækkun sjávarborðsins af leysingarvatninu. Af því leiddi, að sjór gekk á land. En þar kom, að hvor tveggja hreyfingin varð jafn- hröð, og á meðan svo var, stóð sjávarborð kyrrt (að miða við land) við „efstu sjávarmörk". En þau liggja, eins og fyrr var getið um 40 m y. núv. sjávarmál á suðausturlandi. Eftir það mátti lyfting landsins sín yfirleitt meira og undirlendið tók að rísa úr sæ. Við vitum ógerla, hvenær sjávarborðið lá við „efstu sjávarmörk", en ekki er ósennilegt, að það Jiali verið um svipað leyti allt um- hverfis landið. Á Suðurlandsundirlendinu hafði sjórinn þegar á Búðaskeiðinu fjarað nokkuð frá efstu mörkum (úr h. u. 1). 110 m niður í h. u. b. 95 m y. núv. sjávarmál). Og aðeins um 2000 árum síðar (þ. e. fyrir 8 þris. árurn, þegar Þjórsárhraun rann) hafði sjávar- borðið lækkað (miðað við land) a. m. k. niður að núverandi sjávar- máli. Þegar skriðjöklarnir í Berufirði og Hamarsfirði náðu lengst fram á Btiðaskeiðinu, var allur strandflöturinn þar enn undir sjó og halði þá lengst af — ef ekki sífellt, verið undir sjó allt lrá því, er undir- lendisjökulinn leysti af honum, þ. e. eiiaust í nokkur þúsund, ef til vill allt að tíu þúsund ár samfleytt. Það var nægur tírni brim- rótinu l'yrir opnu hafi til að afmá jökulrákir og sverl'a sundur mis- harðar jökulflúðir í bríkur og dranga. En þegar þessir síðustu skriðjöklar í fjörðunum hopa endanlega, fyrir tíu þúsund árum, þá er þegar tekið að ljara. Hækkandi sker og boðar brjóta útliafsölduna við fjarðarmynnin, svo að l'yrir inn- an verður æ kyrrara. Og minna en tvö þúsund árum síðar (fyrir meira en 8 þús. árum) er allt núverandi þurrlendi kornið upp úr sjó. Þetta er að mínum dómi full skýring á því, hve miklu rninna ber á sjávarrofi innan en utan við þá línu, sem markar mestu fram- sókn jöklanna í Berufirði og Hamarsfirði á Búðaskeiðinu.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.