Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1962, Side 3

Náttúrufræðingurinn - 1962, Side 3
Náttúrujr. - 32. árgangur - 2. hefli - 49.-96. síða - lteykjavik, júlí 1962 Jón Eyþórsson: Sveinn Pálsson 1702 - 25. apríl - 1962 Sveinn Pálsson var fæddur að Steinsstöðum í Skagafirði sunnu- daginn fyrstan í sumri 1762, sem bar upp á 25. apríl, og andaðist að Suðurvík í Mýrdal 24. apríl 1840, 78 ára að aldri. Þegar vér minnumst nú 200 ára fæðingardags Sveins Pálssonar, er það annars vegar fyrir mikilsverðan skerf, sem hann hefur lagt til rannsókna á náttúru íslands, dauðri og lifandi, og hins vegar vegna þess, að hann var meðal fyrstu embættislækna landsins og vann störf sín af trúmennsku og ósérhlífni, — eins og rómað er í kvæði Gríms Thomsens, Sveinn lœknir og Kópur, sem margir kann- ast við. En læknishérað Sveins náði yfir Árness-, Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu, auk Vestmannaeyja, og hans var vitjað til sjúkra austan af Djúpavogi og vestan af Seltjarnarnesi. Allar ár á þessu svæði voru að sjálfsögðu óbrúaðar, og kom sér því vel, að læknirinn væri ötull vatnamaður og liestar traustir. Afi Sveins og langafi voru prestar í Goðdölum norður, en faðir hans bóndi og silfursmiður á Steinsstöðum í Skagafirði. Langa- langafi Sveins var séra Sveinn Jónsson hinn lærði á Barði í Fljót- um. Af honum er líka kominn karlleggur Tliorarensensættar, en Stefánungar eða Stephensensætt af Guðmundi bróður hans. — Þeir Sveinn og Vigfús Thorarensen sýslumaður á Hlíðarenda voru fimmmenningar, frá séra Sveini á Barði, og það var talin góð og gild frændsemi á þeirra tíð. Móðir Sveins Pálssonar var Guðrún Jónsdóttir Eggertssonar lög-

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.