Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1963, Síða 16

Náttúrufræðingurinn - 1963, Síða 16
10 NÁTTÚRUFRÆÐINGUIUNN 1. mynd. Kort, sem sýnir helztu fundarstaði hnyðlinga, sem nefndir cru í textanum. — Sketch-map oj Iceland showing the principal localilies of inclusions mentioned in the lext. er yfir sams konar eða skyldar myndanir, á ensku og lrönsku no- dule, á þýzku Knollen, sem hvort tveggja er dregið af hinu latn- eska nodulus. Magnús Már Lárusson prófessor hel’ur bent mér á þetta orð, og kann ég honum þakkir fyrir. Nokkrir fundarstaðir. (Sjá kortið, 1. mynd). Það var sumarið 1954, að ég fyrst veitti eftirtekt smámolum í grágrýti á dálítilli hæð, sem stendur upp úr hrauni í Heiðmörk, örstutt sunnan við Jaðar. Sama dag fann ég svipaðan mola í hraun- inu sjálfu þar rétt hjá, en það hraun er á kortinu nefnt einu nafni Hólmshraun. Þar er þó ekki um einn hraunstraum að ræða, held- ur a. m. k. fimm, og verður þess væntanlega nánar getið síðar í annarri grein. Öll eru þessi hraun yngri en Leitahraunið (Elliðaárhraunið), en jurtaleifar, sem fundizt hafa undir því, eru 5300 ± 340 ára gamlar (Áskelsson 1953).

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.