Náttúrufræðingurinn - 1963, Blaðsíða 32
26
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN
Blytt lýsir frá Noregi, enda segist hann sjálfur hafa fundið hana
þar og einnig í Svíþjóð og eintök frá íslandi, sem áður var getið
(Möller, 1958). Hefur þessi nafngift nú að mestu verið viðurkennd.
Hins vegar hefur ekki enn fengizt úr því skorið, hvort þetta er sama
og Alpategundin, var. alpestris, sem áður var nefnd, en altént eru
þessar tegundir náskyldar.
Danski grasafræðingurinn M. P. Christiansen (1941) getur um
Russula alpina frá nokkrum stöðum á landinu. Hins vegar er teg-
undarinnar ekki getið í allsherjarskrá Paul Larsens (1932) og má
það þó undarlegt heita, ef honum hel'ur sézt yfir þennan algenga
og áberandi svepp.
Nú getur Larsen um svepp, sem hann nefnir Russula vinosa
Quelet., en sú tegund er nú talin samnefnd við Russula obscura
Rom., sem er eldra nafn og hefur því forgangsrétt. Telur Larsen
svepp þennan algengan jafnt á hálendi sem láglendi. Þegar betur
er að gáð, kemur í Ijós að flest ]jað, sem Larsen segir um Russula
vinosa, gæti eins vel átt við Russula alpina.
Ekki er enn vitað með vissu, hvort Russula obscura vex hér á
landi, en nokkur eintök hef ég fundið bæði austanlands og norðan,
sem gætu heyrt undir þá tegund. Eru þau öll tekin í fjalllendi eða
ofan 300 m hæðar.
Sé svo, að báðir tegundirnar vaxi hér á svipuðum vaxtarstöðum,
var eðlilegt að Larsen ruglaði þeim saman, enda eru þær ekki
ósvipaðar að lit og lögun. Það sem Larsen segir um útbreiðslu teg-
undarinnar getur þó aðeins átt við Russula alpina, þar sem Russula
obscura er alltént fremur sjaldgæf hér.
Eins og sjá má af þessari upptalningu, hafa menn snemma veitt
reyðikúlunni eftirtekt, enda er hún áberandi sakir litarins, en þar
á ofan er hún einn algengasti sveppurinn hér, og sennilega jafn-
algeng í öllum landshlutum.
í eðli sínu er reyðikúlan fjallasveppur, eins og nafnið alpina segir
til um. Kemur þetta greinilega fram í innsveitum á Norður- og
Austurlandi. Aðalútbreiðslusvæði hennar þar eru heiðarnar, sem
flestar liggja milli 300 og 600 m hæðar. Vex hún einkum í deigum
valllendisdældum, sem vaxnar eru lágu grasi og mosa, kornsúru og
maríustakk, en einnig á mosaþembum með grasvíði, milli þúfna.
Ekki virðist reyðikúlan þó vaxa á háfjöllum og sennilega lítið
ofan 700 m hæðar. í útsveitum vex hún mikið á láglendi, t. d. í