Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1963, Blaðsíða 17

Náttúrufræðingurinn - 1963, Blaðsíða 17
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 11 Sumarið 1957 fann ég svipaða mola í grágrýti á Blikalónsey á Sléttu, og síðastliðið sumar fann ég þá einnig við Raufarhöfn. Allt eru þetta eins konar gabbrómolar og a. m. k. oftast nær ólivín- gabbró. Nánar tiltekið eru þeir úr plagíóklasi, ólivíni og klínó- pyroxeni, en á stundum eru þeir aðeins úr plagíóklasi og öðrum hvorum hinna síðartöldu minerala. í sambandi við rannsóknir í Krýsuvík hefur undanfarin ár fund- izt allmikið af slíkum gabbrómolum á því svæði. Auk fundarstað- arins við Grænavatn, sem áður var kunnur (Þórarinsson, Tryggva- son, op, cit.), koma þess konar molar fyrir í móbergi á Hettu og víðar á sunnanverðum Sveifluhálsi og eins suður af Geithöfða við Kleifarvatn. Austan í Sveifluhálsi, frá því suður á móts við Bæjarfell og norður að Bleikhól, liggur röð af fornum gígum, þó að lítil gíg- lögun sé á þeim flestum. Líklega hafa þeir gosið um líkt leyti og Grænavatn. Gosin hafa verið stutt eins og þar, og hafa byrjað með ösku og bombum, því næst koma þunnfljótandi hraunbunur (eldgeysir — lavafountain) og loks aftur lítils háttar gjall og aska. Leifar þessa þunnfljótandi hrauns má enn sjá liggja sem kápu utan á móbergshnjúkum og tindum, jafnvel efst uppi á hálsinum. í þessu hrauni er sums staðar mikið af gabbróhnyðlingum, en flestir þeirra eru smáir, venjulega minni en 5 cm í þvermál. Nyrzt á Sveifluhálsi, á háhryggnum skammt frá landmælinga- vörðunni, sem þar er, er fremur þunnur basaltgangur, og í hon- um nokkuð af gabbróhnyðlingum. Sumir þeirra eru allt að 5 cm í þvermál. Austan í Undirhlíðum, við Breiðdal og Leirdali, má víðs vegar finna svona mola, sem veðrazt hafa út úr móberginu. Þar má og sjá leifar af fornri gígaröð í móberginu, og má rekja hana um það bil 1,5 km leið. Hún kemur nú fram ýmist sem óreglulegur gang- ur eða æðar úr basalti, eða sem gjallrönd með hraunveggjum til beggja hliða (2. mynd). í þessu má finna hnyðlinga, oftast smáa, og eru þeir einkum í basaltinu, þar sem það er tiltölulega þétt. (3. mynd). Frá Búrfelli, austan við Hafnarfjörð, hefur runnið mikið hraun, sem nefnt er ýmsum nöfnum, Hafnarfjarðarhraun, Garðahraun, Gálgahraun, Smyrlabúðarhraun o. s. frv., en ég mun nefna einu nafni Búrfellshraun. Það er ólivínbasalthraun, auðugt mjög að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.