Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1963, Síða 22

Náttúrufræðingurinn - 1963, Síða 22
16 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN um augum eru mót hnyðlings og hrauns skörp, en við athugun í smásjá kemur í ljós, að svo er ekki. í sprungum og holum í hnyðl- ingnum má sjá smáa plagíóklaskristalla í glermassa, og er það vitanlega úr hrauninu sjálfu. í smásjá má vel greina, að ólivín- kristallar hnyðlingsins hafa orðið fyrir áhrifum frá hrauninu. Þeir virðast hafa verið að leysast upp, þegar hraunið storknaði. Þessi ummyndun er þó ekki meiri en venjulegt er um kristalla, sem myndazt hafa í magmanu djúpt í jörðu, áður en gos hófst. Athug- un á ljósbroti ólivínsins í hnyðlingnum annars vegar og minni ólivínkristöllunum hins vegar sýndi engan verulegan mismun, svo að líklegast eru þeir báðir af sama uppruna og myndaðir í magm- anu sjálfu, áður en gos hófst, en ekki brot úr eldra bergi. Ljósbrot ólivínsins í hnyðlingnum reyndist nDz 1.684 og í kristöllunum nDZ 1.686. Hvort tveggja er meðaltal af þrem mælingum. Kristall- arnir eru optiskt positivir (-(-) og optiska áshornið (2V) er mjög nálægt 90°. Samkvæmt Tröger (1952) og Moorhouse (1960) táknar þetta, að um forsterít er að ræða, þ. e. Fa 10 og Fa 12. Þessar tölur eru því sem næst þær sömu og fengizt hafa við mælingar á ólivín- kristöllum úr hnyðlingum frá Nýja Sjálandi (Brothers 1960). Óli- vín með svipaða samansetningu hefur áður fundizt hér á landi, t. d. í Þjórsárdal, austur á Síðu og í Grímsvötnum (Noe Nygaard 1940, 1941 og 1951). Svo að aftur sé vikið að gabbrómolunum, þá virðist uppruni þeirra, sem fundizt hafa í bombum, gjalli eða ösku, vera augljós, og er þess áður getið. Sama gildir og um þá, sem koma fyrir í móbergi. Það vekur þó athygli, að hnyðlingarnir eru yfirleitt lausir í sér, og er oft erfitt að gera úr þeim þunnsneiðar. Er þetta mjög á annan veg en menn eiga að venjast um gabbró, sé það ekki myndbreytt. Bergið í molunum er oftast nær ferskt og takmörkin milli mola og hrauns oftast nær skörp, a. m. k. séð með berum augum, og á stundum má í smásjá greina, hvernig smáir plagíóklas- kristallar í hrauninu hafa lagzt í straumstefnu meðfram molanum. Gott dæmi um það er moli sá, er fannst á Hauganesi. Þar verður ekki séð, að molinn hafi orðið fyrir minnstu áhrifum frá hraun- inu, sem hann er í. Þetta stingur mjög í stúf við hnyðlingana í Hólmshrauni II, en það vekur sérstaka athygli, að þeir eru flestir ekki gabbró í eiginlegum skilningi, því að þeir eru blöðróttir eins og hraunið sjálft, sem þeir eru í, og takmörk þeirra við hraunið

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.