Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1963, Blaðsíða 40

Náttúrufræðingurinn - 1963, Blaðsíða 40
34 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN sjálf er talin vera 29 milljónir rúmkílómetrar, eða 90% a£ öllum jökulís jarðarinnar. Að vetrinum leggur höfin umhverfis megin- ísinn og tvöfaldast ísbreiðan við það að flatarmáli. Það var árið 1893, að menn stigu fyrst fæti á Suðurskautslandið, en síðan hafa margir komið þar á land og nokkrir farið landleiðis alla leið að suðurskautinu. Það er þó fyrst nú síðustu 5 árin, að verulegur skriður hefur komizt á rannsóknir þessa afskekkta og mjög sérkennilega landsvæðis. Hafa á þessum árum mörg þúsund manns komið til Suðurskautslandsins og nokkur þúsund haft þar vetursetu. Á sjálfu suðurskautinu er nú dvalið sumar og vetur, og um sumartímann eru þangað greiðar flugsamgöngur. Einn þáttur hinna yfirgripsmiklu rannsókna, er gerðar voru jarð- eðlisfræðiárið, 1957—1958, fór fram á Suðurskautslandinu. Hófst með því samvinna nokkurra þjóða um rannsókn þessa landsvæðis og hefur hún haldizt síðan. í desember 1959 var undirritaður í Washington samningur um þessa samvinnu, og taka þátt í henni eftirtaldar 12 þjóðir: Argentína, Ástralía, Bandaríkin, Belgía, Chile, Frakkland, Japan, Noregur, Nýja-Sjáland, Sovétríkin, Suður-Afríka og Stóra-Bretland. Samningurinn er gerður til 30 ára. Á þeim tíma má engin þessara þjóða helga sér nein svæði eða hlunnindi á Suður- skautslandinu, ekki hafa þar herstöðvar, ekki gera þar kjarnorku- sprengingar, né flytja jiangað geislavirkan úrgang. Aftur á móti er gert ráð fyrir náinni samvinnu þessara jjjóða um vísindalegar rannsóknir á suðurskautssvæðinu, en samningssvæðið nær yfir Suð- urskautslandið og höf og eyjar sunnan 40. breiddarbaugs. Eins og er starfrækja 9 þjóðir samtals 35 rannsóknastöðvar á þessu svæði. Rannsóknarverkefnin eru margvísleg, en aðalverkefnin eru við- komandi jarðfræði, jarðeðlisfræði, landafræði, landmælingum, jökla- fræði, veðurfræði, haffræði og líffræði. Af mikilvægum sérverkefn- um má nefna rannsóknir á norðurljósum (suðurljósum), geim- geislum, jarðsegulmagni og jarðhræringum. Ef miðað er við berggrunninn undir jöklinum, þá er Suður- skautslandið ekki eitt land, heldur mörg lönd eða eyjar. Lang- stærst er meginlandið, sem liggur þeim megin, er horfir til Afríku og Ástralíu, og svipar þessum meginlöndum um margt hverju til annars. Hinum megin, þar sem horfir til S-Ameríku, eru mjög há- lendar eyjar og koma toppar hæstu fjallgarðanna upp úr íshellunni. Nyrsti fjallgarðurinn myndar langan skaga í áttina til S-Ameríku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.