Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1963, Side 40

Náttúrufræðingurinn - 1963, Side 40
34 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN sjálf er talin vera 29 milljónir rúmkílómetrar, eða 90% a£ öllum jökulís jarðarinnar. Að vetrinum leggur höfin umhverfis megin- ísinn og tvöfaldast ísbreiðan við það að flatarmáli. Það var árið 1893, að menn stigu fyrst fæti á Suðurskautslandið, en síðan hafa margir komið þar á land og nokkrir farið landleiðis alla leið að suðurskautinu. Það er þó fyrst nú síðustu 5 árin, að verulegur skriður hefur komizt á rannsóknir þessa afskekkta og mjög sérkennilega landsvæðis. Hafa á þessum árum mörg þúsund manns komið til Suðurskautslandsins og nokkur þúsund haft þar vetursetu. Á sjálfu suðurskautinu er nú dvalið sumar og vetur, og um sumartímann eru þangað greiðar flugsamgöngur. Einn þáttur hinna yfirgripsmiklu rannsókna, er gerðar voru jarð- eðlisfræðiárið, 1957—1958, fór fram á Suðurskautslandinu. Hófst með því samvinna nokkurra þjóða um rannsókn þessa landsvæðis og hefur hún haldizt síðan. í desember 1959 var undirritaður í Washington samningur um þessa samvinnu, og taka þátt í henni eftirtaldar 12 þjóðir: Argentína, Ástralía, Bandaríkin, Belgía, Chile, Frakkland, Japan, Noregur, Nýja-Sjáland, Sovétríkin, Suður-Afríka og Stóra-Bretland. Samningurinn er gerður til 30 ára. Á þeim tíma má engin þessara þjóða helga sér nein svæði eða hlunnindi á Suður- skautslandinu, ekki hafa þar herstöðvar, ekki gera þar kjarnorku- sprengingar, né flytja jiangað geislavirkan úrgang. Aftur á móti er gert ráð fyrir náinni samvinnu þessara jjjóða um vísindalegar rannsóknir á suðurskautssvæðinu, en samningssvæðið nær yfir Suð- urskautslandið og höf og eyjar sunnan 40. breiddarbaugs. Eins og er starfrækja 9 þjóðir samtals 35 rannsóknastöðvar á þessu svæði. Rannsóknarverkefnin eru margvísleg, en aðalverkefnin eru við- komandi jarðfræði, jarðeðlisfræði, landafræði, landmælingum, jökla- fræði, veðurfræði, haffræði og líffræði. Af mikilvægum sérverkefn- um má nefna rannsóknir á norðurljósum (suðurljósum), geim- geislum, jarðsegulmagni og jarðhræringum. Ef miðað er við berggrunninn undir jöklinum, þá er Suður- skautslandið ekki eitt land, heldur mörg lönd eða eyjar. Lang- stærst er meginlandið, sem liggur þeim megin, er horfir til Afríku og Ástralíu, og svipar þessum meginlöndum um margt hverju til annars. Hinum megin, þar sem horfir til S-Ameríku, eru mjög há- lendar eyjar og koma toppar hæstu fjallgarðanna upp úr íshellunni. Nyrsti fjallgarðurinn myndar langan skaga í áttina til S-Ameríku.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.