Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1963, Blaðsíða 13

Náttúrufræðingurinn - 1963, Blaðsíða 13
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 7 Minjar eftir þetta kuldaskeið, sem líklega náði hámarki sínu um 1890, má meðal annars finna í jöðrum Skriðufells við Hvítár- vatn. Hafa jöklarnir gengið fram-sinn hvoru megin fjallsins og skilið eftir sig gráþvegnar og gróðurlausar jökulurðir. Sama máli gegnir um suðurbrún Hofsjökuls. Þar er í jökulrönd- inni fjall nokkurt, sem heitir Hjartafell (Hjartat'fell á korti Her- foringjaráðsins). Nafngift þessi er ekki til á korti Björns Gunnlaugs- sonar 1844. Hefur fellið sennilega hlotið nafn sitt af hjartalögun sinni síðast á 19. öldinni. Fellið hefur verið hjartalaga að sjá frá suðri, þegar jökullinn náði sem lengst fram á síðustu öld, en hefur jiann svip ekki lengur. Nú eru þarna gráar og ógrónar jökulurðir, sem vitna um þennan framgang jökulsins. Enn má marka þetta kuldaskeið af jökulsvörfum á hrauni nokkru, sem á upptök sín í eldstöðvum undir Langjökli og hefur runnið fram í Jökulkrók norðan Fögruhlíðar. Hraunjaðarinn er um 5 km neðan við núverandi jökulbrún. Er hraunið að rnestu sorfið af framgangi jökulsins og gróðurlaust að kalla, en syðst er um 1 km löng álma, sem liggur í rásinni austan Fögruhlíðar. Er þessi tota hulin jarðvegi og algróin jmrrlendisgróðri. Á þessu kuldatímabili, frá aldamótum 1600 fram undir lok síð- ustu aldar, er uppblástur mestur í byggð landsins eftir því, sem marka má af skráðum heimildum (Sveinsson 1958). Heimildir um uppblástur á afréttum eru hins vegar sárafáar. Þó verður að álíta, að hið kólnandi veðurfar þessa tímahils hafi fyrst og fremst haft áhrif á gróðurfar hálendisins. Uppblásturshættan hefur því orðið mest við efstu mörk hins samfellda gróðurlendis grasa og skóga. Þegar sá gróður þvarr vegna óhagstæðra vaxtaskilyrða, var opnuð leið til sandfoks og jarðvegsspjalla. Hinn veiklaði svörður var rof- inn, og gróðurinn hafði ekki þrótt til þess að græða þau sár, sem sandbyljirnir ýfðu. Þannig hefur hinn lösskenndi jarðvegur Kjalar- svæðisins nú blásið upp að mestu, en eftir standa grjóturðir og örfoka melar, þar sem einstaka blómplöntu hefur tekizt að nema land á ný.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.