Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1963, Síða 19

Náttúrufræðingurinn - 1963, Síða 19
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 13 hef ég rekizt á þá í tertiera basaltinu á Suðausturlandi, og dr. Walker, sem þekkir basaltmyndanir Austurlands betur en nokkur annar, hefur tjáð mér, að hann hafi þar hvergi orðið þeirra var. Nýlega fann ég lítinn hnyðling í kjarna frá borun, sem Hitaveita Reykjavíkur lætur gera um þessar mundir skammt frá Ártúni við Elliðaár. Sýnist líklegast, að bergið, sem hann er í, tilheyri eldra grágrýtinu og þá væntanlega yngsta hluta þess. Auk þeirra fundarstaða, sem nú hefur verið getið, er mér kunn- ugt um, að Kristján Sæmundsson jarðfræðingur hefur fundið hnyðlinga í móbergi og í hraunum á Hengilsvæðinu og Guð- mundur E. Sigvaldason hefur einnig fundið þá á Snæfellsnesi. Hvergi hef ég fundið eins mikið af hnyðlingum og í hraun- straumi þeim, sem ég að svo stöddu nefni Hólmshraun II, en það hraun er, eins og ég gat um áðan, næstelzt þeirra hrauna, sem runnið hafa frá eldstöðvum einhvers staðar vestan eða suðvestan við Bláfjöll norður eftir milli Selfjalls og Heiðmerkur og kemur fram á nokkrum stöðum austanvert við Heiðmörk, vestan við 2. mynd. Hluti a£ £ornri gígaröð við Undirhlíðar. — Part of an old. eruption fissure at Undirhlíðar near Hafnarfjörður.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.