Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 6
dýpt hlaupsins austan Hafurseyjar er
minna vitað en uppi við jökul hjá
Sandfelli virðist það hafa verið a. m. k.
15—20 m (Páll Sveinsson 1930). Einnig
er vitað að 2—3 m háar jakahrannir
voru á hólmum í Kúðafljóti eftir
hlaupið 1918. Þorvaldur Thoroddsen
(1920) telur að hlaupið 1625 hafi á
miðjum Mýrdalssandi verið 28 m djúpt
oghlaupið 1755verið 100—150 m djúpt
fyrir norðan Hafursey. Ekki er ljóst hvað
hann á við þegar hann talar um miðjan
Mýrdalssand en hvað hinu atriðinu
víkur við fer hann vafalaust eftir sögn-
inni um að vatn hafi þá runnið fram um
Klofgil í Hafursey.
EFNISFLUTNINGUR
KÖTLUHLAUPA
Takmarkaðir möguleikar eru á að
reikna það magn efna, sem Kötluhlaup
bera fram. Nokkur atriði liggja þó fyrir,
þau er gefið geta nokkra hugmynd um
það gífurlega magn, sem um er að ræða.
Einna besta mynd af því gefa áður-
nefndir „jöklar“, en haft skal í huga að
jafnframt því, sem þessar malar- og
sanddyngjur mynduðust færðist
ströndin fram og eru um það margar
heimildir bæði eldri og yngri (Safn til
sögu íslands IV). 1 hlaupinu 1918 er
talið að á breiðum kafla milli Hjörleifs-
höfða og Höfðabrekkufjalls hafi sand-
urinn færst fram um 4 km (Guðgeir Jó-
hannsson 1919) og út á allt að 40 m
dýpi, en að ári liðnu hafi Kötlutangi
verið orðinn 2 km (Gísli Sveinsson
1919). Nú er hann að mestu horfinn.
Jafnframt þessu hækkar svo sandurinn
mjög verulega og við síðasta hlaup að
dómi Einars H. Einarssonar (1975) um
allt að 9 m a. m. k. á kafla milii Hjör-
leifshöfða og Kaplagarða.
VITNISBURÐUR SJÓNARVOTTA
Enginn hefur séð Kötluhlaupið eins
vel og Kjartan Leifur Markússon
(1895—1964) eða haft tækifæri til að
horfa á það frá óhultum stað, af Hjör-
leifshöfða en þarátti hann þá heima. Að
sögn Einars H. Einarssonar bónda og
náttúrufræðings að Skammadalshóli í
Mýrdal hafði Kjartan Leifur skrifað
nákvæma lýsingu á því sem fyrir augu
bar þann minnisverða dag 12. október
1918 er hlaupið geystist frarn báðum
megin Höfðans. Ekki hefur heppnast að
grafa upp hvar sú lýsing hefur verið
prentuð og sama er að segja um lýsingu
Gísla hreppstjóra Magnússonar í Norð-
ur-Hjáleigu i Álftaveri, sem Gísli
Sveinsson (1919) sýslumaður getur um í
riti sínu um Kötlugosið 1918. Af þeim
sökum fór ég þess á leit við Einar H.
Einarsson að hann skrifaði niður fyrir
mig lýsingu Kjartans Leifs á hlaupinu
eins og hann hafi lýst því fyrir Einari.
Hann varð góðfúslega við þeim tilmæl-
um og fer hér á eftir útdráttur úr lýsingu
Kjartans Leifs eins og Einar hefur skrif-
að hana en ekki þykir ástæða til að taka
hana með hér í heild.
„Hraði hlaupsins var það mikill að
ekki mundi léttur maður hafa haft að
forða sér undan því þótt um skamma
leið væri að ræða. Ekki sást neitt telj-
andi vatn fyrr en hlaupröndin var
komin fram hjá. Hlaupið rótaði upp
garði á undan sér, stundum af svo
miklum hraða að sandurinn virtist velta
um sjálfan sig líkt og þegar brimalda
brotnar á grunni. Líkara var það einhvers-
84