Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1981, Side 15

Náttúrufræðingurinn - 1981, Side 15
TAFLA III Hitastig og styrkur næringarsalta í nokkrum ám við Hvammsfjörð í júlí 1979. — Temperalure and nutrient concentrations of some rivers draining into Hvammsfjördur in July 1979. Á Dagsetn. Kl. Hitastig po4-p NO;1-N Si River Date Hour Temperal. °c H g-at/L Hg-at/L Hg-at/L Fáskrúð 14/7/79 15:00 12.40 0.05 0.5 116 Laxá, Laxárdal — 16:30 12.35 0.09 0.1 148 Haukadalsá — 16:50 8.65 0.09 0.1 134 Miðfjarðará — 17:10 10.80 (1.57) 0.1 152 Hörðudalsá — 17:20 10.55 0.15 0.1 166 Skrauma — 17:30 10.80 0.10 0.1 124 Dunká — 17:45 10.60 0.05 0.1 124 aður í árvatninu (nema Miðá, en þar hefur án efa verið um mengun að ræða á þeim stað sem sýnið var tekið, ef til vill vegna áburðar). Það er hins vegar athyglisvert, hve kísilstyrkur er breytilegur í hinum ýmsu ám. Þannig er hann rúmlega 40% meiri í Hörðudalsá en Fáskrúð, en nákvæmlega hinn sarni í Dunká og Skraumu. Sá breytileiki sem fram kemur í kísilstyrk ánna, kann að endurspegla mismun á jarðvegi á vatnasvæðum þeirra. STRAUMAR I HVAMMSFJARÐARRÖST Mjög fáar athuganir hafa verið gerðar á sjávarföllum og sjávarfalla- straumum í Hvammsfirði. I Leiðsögu- bók fyrir sjómenn við Island, sem gefin var út árið 1949, voru endurteknar hinar sömu upplýsingar um sjávarföll í Hvammsfirði og gefnar höfðu verið í Den Islandske Lods frá árinu 1903. Þar segir, að hraði straumsins í Röstinni sé 6—8 sjómílur á klukkustund um smá- straum, en miklu meiri í stórstraumi og myndist sterkar hringiður í hléi við grynningar. Sennilega eiga þessar tölur, 6—8 hnútar á klukkustund, við um há- marksstraumhraðann í smástraumi. Samkvæmt Leiðsögubókinni varir út- fallsstraumurinn venjulega lengur en aðfallsstraumurinn og „er það vegna hinna mörgu vatnsfalla, sem falla í fjöröinn“ (Leiðsögubók, 1949, bls. 44). Þá segir, að um stórstraum sé liggj- andinn aðeins augnablik, en vari allt að hálfri klukkustund um smástraum. Samkvæmt Leiðsögubókinni er mis- rnunur flóðs og fjöru við Staöarfell 2.2 m um stórstraum en 0.9 um smástraum. I sambandi við hafnarframkvæmdir voru gerðar nokkrar flóðhæðarmælingar í Búðardal árið 1968 á vegum Vita- og hafnarmálaskrifstofunnar. Samkvæmt upplýsingum Aðalsteins Júlíussonar, vita- og hafnarmálastjóra, sýndu þessar mælingar, að flóðhæð við Búðardal væri mest 2.5—3.0 m, en minnst um 0.6 m. A flestum stöðum við landið nemur flóðhæð í meðal smástraumi nálægt 40% af hæð í meðal stórstraumi. í sam- ræmi við það og á þeirri forsendu að 93

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.