Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 25

Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 25
Tvíkímblaða blómjurtir Tvíkímblaða blómjurtir voru mjög misstór jtáttur í gróðurfari tilrauna- staðanna og áttu 2—42% í gróðurþckju. Þær breiddust flestar út við friðun og héldu hlut sínum við áburðargjöf annað hvert ár. Þær unnu flestar á í eftirverk- unarreitunum, þótt frá því væru und- antekningar. Alls fundust 39 tegundir tvíkímblaða blómjurta á tilraunastöð- unum, en 27 voru svo sjaldsénar, að ekki var hægt að ráða í breytingar á hlut þeirra í gróðurþekju. Hinna 12 verður getið nánar. Ljónslappi (Alchemilla alþina) átti stóran hlut í gróðurþekju þriggja staða, en var fáséður annarsstaðar. Friðun átti vel við hann, og hann þoldi áburðargjöf annað hvert ár. Hrafnaklukka (Cárdamme nymanii) fannst víða, en átti hvergi meiri hlut en 1% í gróðurþekju. Hún hélt óbreyttum hlut bæði við friðun og áb".rðargjöf. Músareyra og vegarfi (Cerastium al- þinum; C. caesþitosum) voru metin saman. Þessar tegundir fundust á flestum stöðum, en hvarvetna í litlum mæli. Fyrsta ár áburðargjafar tóku þær sums- staðar mikinn kipp og margfölduðu hlut sinn í gróðurþekju. Á þessu bar fyrst og fremst á lítið grónu landi. Tegundir þessar voru fljótari en grasiö að nýta sér áburðargjöf til útbreiðslu. Þcgar frá leið og grassvörður þéttist, létu þær undan siga. Holtasóley (Dryas odoþetala) fannst á fáum stöðum, en var þar verulcgur hluti gróðurþekju. Hcldur minnkaði hlutur hennar við friðun lands, og áburð þoldi hún alls ekki. Rjúpnalaufið var yfirleitt alveg horfið á öðru ári áburðargjafar og átti ekki afturkvæmt í eftirverkunarreit- ina þann tíma, sem gróðurfar var metið. Kornsúru (Polygonum viviþarum) var að finna á ölium tilraunastöðunum að einum undanskildum. Hún átti allt að 7% hlut í gróðurþekju. Víðast tók hún litlum breytingum við friðun og áburðargjöf annað hvert ár. Á nokkrum stöðum, einkum til fjalla, náði korn- súran að margfalda hlut sinn fyrsta ár áburðargjafar, þótt hún viki síðan fyrir grösum. Lambagras (Silene acaulis) óx á helmingi tilraunastaðanna, en hvergi að marki nema á melnum í Skálholtsvík. Þar hörfaði tegundin verulega við áburðargjöf, en hvarf, þar sem hún var strjál fyrir. Brjóstagras (Thalictrum a/þinum) óx víðast hvar en náði yfirleitt ekki meira en 1% af gróðurþekju. Hlutur þess minnkaði við áburðargjöf, en það hvarf hvergi alveg. Blóðberg (Thymus ardicus) fannst á langflestum tilraunastöðunum og átti verulegan hlut í gróðurþekju melanna. Það þoldi áburðargjöf mjög illa og hvarf þá nær alveg. Það breiddist lítt eða ekki út í eftirverkunarreitunum. Möðrur (Galium) voru áberandi þáttur í gróðurfari þurrlendis sunnan- lands og var auk þess hvarvetna að finna nema á fjöllum og í blautum mýrum. Á Suöurlandi var upphaflegur hlutur þeirra í gróðurþekju 4—14%, en hann tvöfaldaðist við friðun og varð 8—23%. Utan Suöurlands var hlutur maðra mestur 3%, og þar breytti friðun litlu. Áburður átti ekki illa við möðrur, og þær héldu hlut sínum við áburðargjöf annaö hvert ár og urðu mjög áberandi í eftirverkunarreitunum. Hvítmaðra hafði nokkra sérstöðu. Hún óx á öllum tilraunastöðunum, þar sem rnöðrur uxu á annað borð. Hún átti hvergi meira en 103

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.