Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1981, Qupperneq 25

Náttúrufræðingurinn - 1981, Qupperneq 25
Tvíkímblaða blómjurtir Tvíkímblaða blómjurtir voru mjög misstór jtáttur í gróðurfari tilrauna- staðanna og áttu 2—42% í gróðurþckju. Þær breiddust flestar út við friðun og héldu hlut sínum við áburðargjöf annað hvert ár. Þær unnu flestar á í eftirverk- unarreitunum, þótt frá því væru und- antekningar. Alls fundust 39 tegundir tvíkímblaða blómjurta á tilraunastöð- unum, en 27 voru svo sjaldsénar, að ekki var hægt að ráða í breytingar á hlut þeirra í gróðurþekju. Hinna 12 verður getið nánar. Ljónslappi (Alchemilla alþina) átti stóran hlut í gróðurþekju þriggja staða, en var fáséður annarsstaðar. Friðun átti vel við hann, og hann þoldi áburðargjöf annað hvert ár. Hrafnaklukka (Cárdamme nymanii) fannst víða, en átti hvergi meiri hlut en 1% í gróðurþekju. Hún hélt óbreyttum hlut bæði við friðun og áb".rðargjöf. Músareyra og vegarfi (Cerastium al- þinum; C. caesþitosum) voru metin saman. Þessar tegundir fundust á flestum stöðum, en hvarvetna í litlum mæli. Fyrsta ár áburðargjafar tóku þær sums- staðar mikinn kipp og margfölduðu hlut sinn í gróðurþekju. Á þessu bar fyrst og fremst á lítið grónu landi. Tegundir þessar voru fljótari en grasiö að nýta sér áburðargjöf til útbreiðslu. Þcgar frá leið og grassvörður þéttist, létu þær undan siga. Holtasóley (Dryas odoþetala) fannst á fáum stöðum, en var þar verulcgur hluti gróðurþekju. Hcldur minnkaði hlutur hennar við friðun lands, og áburð þoldi hún alls ekki. Rjúpnalaufið var yfirleitt alveg horfið á öðru ári áburðargjafar og átti ekki afturkvæmt í eftirverkunarreit- ina þann tíma, sem gróðurfar var metið. Kornsúru (Polygonum viviþarum) var að finna á ölium tilraunastöðunum að einum undanskildum. Hún átti allt að 7% hlut í gróðurþekju. Víðast tók hún litlum breytingum við friðun og áburðargjöf annað hvert ár. Á nokkrum stöðum, einkum til fjalla, náði korn- súran að margfalda hlut sinn fyrsta ár áburðargjafar, þótt hún viki síðan fyrir grösum. Lambagras (Silene acaulis) óx á helmingi tilraunastaðanna, en hvergi að marki nema á melnum í Skálholtsvík. Þar hörfaði tegundin verulega við áburðargjöf, en hvarf, þar sem hún var strjál fyrir. Brjóstagras (Thalictrum a/þinum) óx víðast hvar en náði yfirleitt ekki meira en 1% af gróðurþekju. Hlutur þess minnkaði við áburðargjöf, en það hvarf hvergi alveg. Blóðberg (Thymus ardicus) fannst á langflestum tilraunastöðunum og átti verulegan hlut í gróðurþekju melanna. Það þoldi áburðargjöf mjög illa og hvarf þá nær alveg. Það breiddist lítt eða ekki út í eftirverkunarreitunum. Möðrur (Galium) voru áberandi þáttur í gróðurfari þurrlendis sunnan- lands og var auk þess hvarvetna að finna nema á fjöllum og í blautum mýrum. Á Suöurlandi var upphaflegur hlutur þeirra í gróðurþekju 4—14%, en hann tvöfaldaðist við friðun og varð 8—23%. Utan Suöurlands var hlutur maðra mestur 3%, og þar breytti friðun litlu. Áburður átti ekki illa við möðrur, og þær héldu hlut sínum við áburðargjöf annaö hvert ár og urðu mjög áberandi í eftirverkunarreitunum. Hvítmaðra hafði nokkra sérstöðu. Hún óx á öllum tilraunastöðunum, þar sem rnöðrur uxu á annað borð. Hún átti hvergi meira en 103
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.