Náttúrufræðingurinn - 1981, Qupperneq 31
(1973) varð fyrst til að reyna sundur-
greiningu ísaldarhraunanna á Reykja-
vikursvæðinu og skiptir hún hraunun-
um upp í sjö deildir. Var hún þar um
margt á réttri braut. Ritgerð hennar
hefur þó lítið verið haldið á lofti.
Sú grein sem hér fer á eftir er byggð á
athugunum sem framkvæmdar voru á
vegum Orkustofnunar í Mosfellshreppi
haustið 1976 (Árni Hjartarson og Þór-
ólfur Hafstað 1977) og smáerindi sem
haldið var á ráðstefnu Jarðfræðafélags-
ins haustið 1977.
GRÁGRÝTI
Nafngiftin grágrýti er gamalgróin á
tungu íslenskra jarðfræðinga. Hún var
fyrst notuð á basalthraun þau, sem
mynda berggrunn Reykjavikur en
síðan var nafnið yfirfært á allt það
basalt, sem svipar til þessara hrauna,
þ. e. var ferskt, fremur grófkornótt og
gráleitt á að líta.
Enn síðar var heil jarðsöguleg
myndun kennd við það, grágrýtis-
myndunin. Þótti mönnum sem grá-
grýtishraun væru einkennandi berg
fyrir yngsta hluta islenska berggrunns-
ins. Brátt kom þó í Ijós, að það var ekki
einhlítt. Þá var tekið upp á því, að láta
orðið grágrýtismyndun tákna fast-
ákveðið tímaskeið, hvort sem þar fyndist
grágrýti eða ekki. Það er hin almennt
viðurkennda merking orðsins nú. Orðið
virðist þó vera að víkja úr daglegri
notkun jarðfræðinga, en ný að koma í
staöinn. Á síðari árum hafa margir
reynl að skilgreina grágrýtið bergfræði-
lega og finna því stað í hinu alþjóðlega
flokkunarkerfi basalts. Það mun þó
varla takast, til þess hefur orðið grágrýti
allt of viða og ruglingslega merkingu.
Alþjóðlega orðið dolerit, fyrir grá-
grýti, er einnig fremur óheppilegt. Á
ensku er þetta orð mjög oft notað um
það berg, sem hérlendis er nefnt diabas,
þ. e. djúpbergstegund, og getur Jjví
valdið meinlegum misskilningi.
Þótt grágrýtið sé þannig hálfgert
ólánsorð, er Jaað orðið svo tungutamt, að
ekki tjáir að ganga framhjá Jjví. Hér á
eftir nota ég orðið í sinni upprunalegu
merkingu um gráleitl ferskt grófkorna
basalt. Þar með er ekki gefið neitt i skyn
um uppruna, aldur eða efnasamsetn-
ingu, aðeins ytra útlit.
I J^essari grein verður kvartertím-
anum skipt í ár- og síðkvarter og teljast
skiptin verða við Brunhes-Matyuama
segulskiptin fyrir 700.000 árum. Þetta er
í samræmi við nýjustu skilgreiningar á
mótum grágrýtis- og móbergsmynd-
unarinnar.
SUNDURGREINING
GRÁGRÝTISINS
Eins og allir vita, sem eitthvað hafa
fengist við kortlagningu á hraunum, er
ýmsum erfiðleikum bundið að greina
þau sundur í einstök hraun. Þau eru oft
hvert öðru lík, hvað bergfræðilega upp-
byggingu varðar. Auk Jress er innri gerð
einstakra hrauna oft breytileg frá einum
stað til annars. Sérstaklega er J)etta
áberandi með ólívíndíla. Svonefnd
pikrít hraun, sem eru sjaldgæf tegund
dyngjuhrauna, geta t. d. verið nær díla-
laus á yfirborði, en með meira en 50%
ólívíndíla við botn.
Rofið er Jtað skammt á veg komið í
nágrenni Reykjavíkur, að sjaldan sér á
nema eitt eða tvö hraunlög í hverri
opnu. Aldursröð jarðlaganna er þvi oft
óljós. Kjarnaborholur koma þó að góð-
109