Náttúrufræðingurinn - 1981, Síða 64
Hraunhöfn við Búðir, Snæfellsnes-
sýsla (A).
Við Bjarnarfoss, Snæfellsnessýsla (A).
í Grasagarði Uppsala hefur þessi
planta verið ræktuð upp af íslensku fræi
(Reykjavík 1966:570) og í Grasasafni
Uppsala eru til þurrkuð eintök merkt
N:o 20373. Sjá 2. mynd.
Auk íslensku vaxtarstaðanna er einn
vaxtarstaður þekktur í Færeyjum:
Brattanes á Norðureyjum (eint. í
Kaupmannahöfn), og átta nyrst í Nor-
egi: 1) Finnmörk: Ekkeröy á Varanger-
skaga (eint. í Stokkhólmi); 2—6)
Troms: Karlsöy, Doktorgarden og
Tromsöysund (eint. í Tromsö), Skjaerv-
öy, Arnöy, Grundfjordfjeld; Ingöy og
Andöy (eint. frá þrem síðasttöldu vaxt-
arstöðunum eru í Osló); 7—8) Nord-
land: Alstenöy (eint. í Osló) og Hadsel-
öy í Vesterálen (eint. í Uppsala). Þar sem
auki er einn vaxtarstaður þekktur á
Petsamo-svæðinu: Lapponia petsam-
oensis (nú sovét-rússneskt svæði):
Pummankiniemi (eint. í Helsingfors).
Sifjarsóley (Ranunculus auricomus) — en
öll eintök af henni frá íslandi sem við
höfum séð til þessa, nema þau frá
Furufirði i N.-Isafjarðarsýslu (eint. í
Reykjavík, eingöngu stofnblöð af ung-
um plöntum) tilheyra deilitegundinni
islandicus — telur Steindór Steindórsson
(1962, 1963) hafa tvísvæða útbreiðslu á
íslandi en getur ekki heildarútbreiðslu
hennar. Aftur á móti telur hann maríu-
vött (Alcehmilla faeroensis) til norðurat-
lantískra tegunda, en Askell og Doris
Löve (1956) telja hann til tegunda með
„bisatlantíska“ útbreiðslu (þær hafa
einnig verið nefndar „amphiatlantísk-
ar“, þ. e. vaxa beggja megin Atlants-
hafs).
Okkur virðist R. auricomus ssp. islandi-
cus hafa áþekka útbreiðslu, einkum þar
sem við höfum komist að þeirri niður-
stöðu (sjá hér að framan), að þau eintök
frá Færeyjum sem við höfum rannsakað
tilheyri þessari deilitegund, ásamt ein-
tökum frá vaxtarstöðunum nyrst í Nor-
egi og á Petsamo-svæðinu.
Svipuð eintök, en þó ekki alveg eins,
höfum við fundið í gögnum frá öðrum
svæðum norðarlega i Noregi og frá
Fiskarhalvön norðvestan Múrmansk. Ef
til vill hafa nokkrir hávaxnari stofnar
nyrst i Finnalndi þróast af þessum
,,vetursetuplöntum“ við strendur Is-
hafsins. Steindór Steindórsson (1962)
virðist álíta að sifjarsóley hafi lifað af
hluta isaldarinnar á Islandi eins og
sifjarsóleyin (R. auricomus coll.) á Græn-
landi. Við teljum svipinn þó meiri með
Skandinavíu, þvi við höfurn ekki fundið
ssp. islandicus í þeim miklu gögnum frá
Grænlandi sem við höfum rannsakað.
Við þökkum kærlega Eyþóri Einars-
syni, forstöðumanni Náttúrufræðistofn-
unar íslands, sem hefur íslenskað þessa
grein, sem skrifuð var á sænsku, og að-
stoðað okkur á margan annan hátt, og
einnig Mag. Maila Kaila, sem þýddi
plöntulýsinguna á latínu.
142