Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 11
fyrirstöðu að hún kunni að vera meira
en milljón ára og lrafi því eldvirkni
haldist þarna svona lengi. Svo djúpt
rofin er þessi eldstöð að hún hlýtur að
vera nokkuð gömul. í öðru lagi er ljóst
að jarðhitinn er tengdur þessari gömlu
myndun. Geta má þess ennfremur að
á tveim stöðum eru volgrur í giljum
austan við svo nefndan Múla. Eru tvær
í landi Þorvaldseyrar, en ein mun í
landi Seljavalla, því hún er austan
megin í gili því er Merkigil heitir og
mun skilja lönd þessara jarða. Mestur
hiti þarna er 12,5°C. Yfirvegandi líkur
sýnast mér fyrir því að þessar volgrur
séu tengdar sömu myndun, en ofan á
þær hafa lagst yngri myndanir, bæði
hraun, jökulberg og túfflög, en í þeim
blandast heita vatnið því kalda, og því
verður hitinn ekki meiri. Ekki sýnist
trúlegt að djúpt sé þarna á heitara
vatn.
I samræmi við það, sem áður er sagt
telst líklegast að volgrurnar á þessu
svæði eigi rætur að rekja til þess jarð-
hitakerfis, sem Rauðafellseldstöðin
geymir. Hin tiltölulega lausu, ungu
berglög innihalda svo nrikið af köldu
vatni að íblöndun og kæling verður
mikil. Efnagreiningar á þessu vatni
gefa því ekki eins ábyggilegar upplýs-
ingar, en benda hins vegar eindregið
til þess að vatnið eigi rætur að rekja til
jarðhitakerfis með verulega hærra
hitastigi heldur en þarna er á yfir-
borði.
Komið hefur fram (persónulegar
upplýsingar frá Hauki Jóhannessyni
og Leó Kristjánssyni) að berglögin
neðst í austurhorni Núpakotsnúps eru
öfugt segulmögnuð. Ofan á efsta
öfuga hraunlagið kernur jökulbergs-
lag, sem rekja má inn eftir öllu fjallinu
að austan. Mjög mikið er um innskots-
lög og eitla í Steinafjalli að austan og
talsvert um ganga og æðar. Sanra er að
segja um Rauðafell að þar er mikið
um ganga einkum norðan til. Þetta
vekur grun um að í raun heyri þessi
fjöll, Steinafjall og Rauðafell saman,
séu bæði af sömu rótum runnin og að
þau séu hluti af þessari megineldstöð.
Tafla 1. Efnagreiningar á jarðhitavatni á Eyjafjallasvæðinu liefur Einar Gunnlaugsson
gert og fara þær hér á eftir. — Chemical analysis of water from three hot springs.
Seljavallalaug
pH 8,14
Si02 102,60 p
Na 211,20
K 3,70
Ca 9,50
Mg 0,600
co2 156,80
S04 219,80
h2s 0,10
C1 36,60
F 2,40
Kalsedón hiti 107°C
Na/K” 65°C
Kaldaklifslaug Innra-Tungugil
7,56 6,41
118,60 ppnt 132,00 ppm
207,00 ” 321,00 ”
7,80 ” 15,30 ”
36,00 ” 119,00 ”
5,100 ” 8,00 ”
195,00 ” 835,80 ”
300,00 ” 394,00 ”
0,10 ” 0,10 ”
39,10 ” 76,00 ”
2,11 ” 3,37 ”
117°C 125°C
113°C 130°C
5