Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 16

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 16
HVAÐ ER SPA? Flestir munu skilja orðið spá sem einhvers konar umsögn um óorðinn atburð. Ekki má þó umsögnin vera svo almenns eðlis að hún sé sjálfsögð. Það getur til dæmis vart talist spá, þegar við segjum að sólin komi upp á morg- un, eða að það eigi eftir að verða jarðskjálfti á jörðinni. Það er heldur ekki nóg að segja, að það verði jarð- skjálfti á íslandi, eða jafnvel að það verði jarðskjálfti á Reykjanesi h. 26. apríl 1986, því á Reykjanesi einu verða margir smáskjálftar á degi hverj- um. Þessar umsagnir gera því ekki annað en að staðhæfa sjálfsagða hluti. Ut á slíkar umsagnir gæti því margur orðið spámaður, jafnvel í eigin föð- urlandi. En hversu mikið þarf að þrengja umsögnina til þess að hún geti talist spá? Jarðskjálftafræðingar hafa komið sér saman um að í fullgildri jarðskjálftaspá þurfi að koma fram að minnsta kosti þrjú atriði, þ.e. stærð skjálftans, upptakasvæði og tímabilið sem til greina kemur. Helst þarf að gefa óvissumörk á öllum þremur atrið- um, svo hægt sé að meta eftir á hversu vel spáin hafi ræst. Dæmi um jarð- skjálftaspá gæti hljóðað eitthvað á þessa leið: „Jarðskjálfti að stærð 6,3—7,5 á Richterskvarða mun eiga upptök á svæði sem afmarkast af breiddar- baugunum 63°50’ og 64°N og lengd- arbaugunum 19°50’ og 20°40’ V á næstu áratugum. Meira en 80% lík- ur eru til þess að skjálftinn verði á næstu 25 árum“. Hér er öllum skilyrðum jarðskjálfta- spár fullnægt, þó óneitanlega sé spáin nokkuð óákveðin, einkum livað tím- ann varðar. Slíka spá er augljóslega ekki hægt að nota til að gefa út við- vörun til íbúa svæðisins um yfirvofandi háska, en hún getur samt sem áður komið að gagni við skipulag og mannvirkjagerð. Einnig væri eðlilegt í framhaldi af spánni að hefja undirbún- ing að viðbrögðum við því tjóni sem jarðskjálfti af þessari stærð óhjá- kvæmilega hefur í för með sér. Spá af þessu tagi þarf að fylgja greinargerð um, hverjar séu forsendur hennar, svo að þeir sem þurfa að taka afstöðu til hennar geti metið hversu áreiðanleg hún sé. Það kynni til dæmis að ráða nokkru um viðbrögð stjórnvalda hvort spáin er grundvölluð á gangi himin- tungla, fyrri sögu jarðskjálfta á þessu svæði, eða draumförum fólks. SKJÁLFTAEYÐUR, FLEKA- KENNINGIN En hvaðan dregur jarðskjálftafræð- ingur vitneskju um atriðin þrjú sem jarðskjálftaspáin þarf að innihalda? Athugum fyrst upptakasvæðið. Hér kemur flekakenningin til hjálpar, en samkvæmt henni má skipta yfirborði jarðar niður í nokkra misstóra fleka, sem eru á hægri hreyfingu hver með tilliti til annars. Hreyfingin nemur víð- ast nokkrum sentimetrum á ári. ísland liggur til dæmis á mótum tveggja slíkra fleka. Hér mætast Norður-Ameríku- flekinn, sem inniheldur allt meginland Norður-Ameríku og vestanvert Norð- ur-Atlantshaf, og Evrasíuflekinn, sem inniheldur austanvert Norður-Atlants- haf, allt meginland Evrópu og norð- anverða Asíu. Aðrir stórir flekar eru Kyrrahafsflekinn, Suður-Ameríkuflek- inn, Afríkuflekinn, Suðurskauts- flekinn og Indlandsflekinn, en auk þeirra eru margir minni. Jarðskjálftar eru yfirleitt bundnir við tiltölulega þröng og vel afmörkuð svæði meðfram flekajöðrunum þar sem flekarnir núast saman (1. mynd). Vegna hægra hreyf- inga flekanna hleðst upp spenna í jarðskorpunni við flekajaðrana. Þegar spennan fer yfir ákveðin mörk verður jarðskjálfti við það að bergið hrekkur 10

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.