Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1985, Qupperneq 18

Náttúrufræðingurinn - 1985, Qupperneq 18
og hluti af spennuorkunni berst burtu sem jaröskjálftabylgjur. Misgengið sem myndast getur verið tugir eða jafnvel hundruð kílómetra að lengd, og fer stærð jarðskjálftans að nokkru leyti eftir því. Ef jarðskjálftinn er mik- ill, getur losnað um spennuna á stóru svæði. Það tekur því langan tíma, tugi eða hundruð ára, fyrir flekahreyfing- arnar að byggja spennuna svo upp, að aftur megi búast við miklum skjálfta á sömu slóðum. Samkvæmt þessum hugmyndum eru því upptakasvæði nýafstaðinna land- skjálfta tiltölulega örugg. Á sama hátt má álykta að líkur fyrir stórum jarð- skjálftum í næstu framtíð séu miklar á þeim svæðum við flekamótin, þar sem langt er liðið frá síðasta stórskjálfta. Slík svæði eru kölluð skjálftaeyður. Með því að kanna jarðskjálftasöguna má þannig afmarka þau svæði, sem líklegust eru til að bresta í náinni fram- tíð, og beina athyglinni að þeim. Því stærri sem eyðan er og því lengra sem liðið er frá síðasta stóra jarðskjálfta, þeim mun stærri er yfirvofandi jarð- skjálfti líklegur til að verða. Þessi aðferð er nothæf fyrst og fremst þar sem flekamót eru einföld og skýrt afmörkuð eins og víða er um- hverfis Kyrrahafið (sjá 1. mynd). Þar hafa margir meiri háttar jarðskjálftar á síðustu 15 árum einmitt orðið í skjálftaeyðum senr búið var að benda á (McCann og fleiri 1979). Erfiðara er að beita aðferðinni þar sem flekamót eru óskýr og skjálftavirknin er dreifð yfir breitt svæði eins og víða er í sunn- an- og austanverðri Asíu, til dæmis í Kína. Þar verður að beita öðrum að- ferðum til að afmarka verðandi upp- takasvæði, og verður komið nánar að því síðar. FORBOÐAR JARÐSKJÁLFTA Segjum nú sem svo, að búið sé að ákvarða upptakasvæði næsta stóra jarðskjálfta. Þá liggur næst fyrir að reyna að ákvarða, hvenœr búast megi við honum. Fyrst er eðlilegt að kanna sögu fyrri skjálfta á svæðinu. Tímabil milli stórra jarðskjálfta á sama svæði eru sjaldnast mjög reglubundin, en þó má fá hugmynd um það hvort þau skipti hundruðum ára eða ef til vill ekki nema tugum. Til þess að ákvarða tímann betur þarf að gera mælingar og athuganir sem beinast að því að finna breytingar senr túlka nregi sem beinan undanfara jarðskjálftans. Hér þarf að styðjast við reynslu og fræðilegar kenningar um það hverju nregi búast við. Víða um heim hafa verið gerðar mælingar sem sýna einhvers konar breytingar á undan stórunr jarðskjálft- um. Þessar mælingar hafa verið nokk- uð tilviljanakenndar, enda sjaldnast gerðar með neins konar vitneskju um verðandi atburð í huga, og oftast til- kynnt um niðurstöðurnar eftir að jarð- skjálftinn varð. Fátítt er að mælst hafi breytingar á tveimur eða fleiri ólíkunr þáttum á undan sama jarðskjálftan- um. Það hefur því verið erfitt að túlka breytingarnar og gera heildarlíkan af tengslum þeirra við skjálftann. Af slík- um mældum breytingum má nefna breytingar á rafleiðni jarðskorpunnar, aukning á útstreymi radons, sem er lofttegund mynduð við geislavirkni í jarðskorpunni, óeðlilegar jarðskorpu- hreyfingar svo sem landris og halla- breytingar, breytingar á jarðvatni, streymi í lindum, grugg og loftbólur í vatni,breytingar á segulsviði og fleira. Einnig er til fjöldi sagna um óeðlilega hegðun dýra, torkennileg ljós og bjarma á himni, og sérkennilegt veður á undan jarðskjálftum. Þegar þessi reynsla er metin verður að hafa það í huga að sumar af þessum breytingum hefðu getað mælst eða 12

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.