Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 28

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 28
skjálftar séu einstæðir í sögunni, eða hvort eitthvað sé líkt með fyrri skjálft- um. Athugum til dæmis skjálftana 1784, en þeir hófust með miklum kipp 14. ágúst. Eftir tjónasvæði hans að dæma, er hann líklega stærsti jarð- skjálfti, sem orðið hefur á íslandi á síðari öldum, gæti verið allt að 7,5 stig. Mest var tjónið í Biskupstungum, á Landi, í Efri-Holtum, á Skeiðum og ofarlega í Grímsnesi. Djúpar sprungur mynduðust í Efri-Holtum og verður að teljast líklegt að þar sé upptaka skjálft- ans að leita, en ekki er það þó fullvíst. Tveimur dögum síðar varð annar skjálfti, sem olli tjóni aðallega í Flóa, Ölfusi og neðarlega í Grímsnesi. Þessi kippur var minni en sá fyrsti, þó varla undir 6,5 stigum. Ýmislegt er líkt með skjálftunum 1784 og 1896. í bæði skiptin hefjast umbrotin með miklum jarðskjálftum austan til á svæðinu, en síðan verða minni kippir vestar, þar til meginhluti svæðisins hefur komið við sögu. Ef skyggnst er enn lengra aftur í tímann má finna fleiri dæmi um svip- aða atburðarás. Árið 1732 varð jarð- skjálfti í Landssveit, og tveimur árum síðar annar í Flóa. Árið 1630 voru skjálftar í Landssveit og má enn sjá sprungur sem þá mynduðust við bæinn Minnivelli. Þremur árum síðar voru skjálftar í Ölfusi. í enn eldri heini- ildum má finna dænii um jarðskjálfta, þar sem meginhluti svæðisins kemur við sögu, þó ekki megi af heimildun- um ráða hvort skjálftavirknin færðist frá austri til vesturs eða öfugt. Árið 1389 voru jarðskjálftar sem felldu hús, líklega austast á svæðinu, skjálfti 1391 olli tjóni í Grímsnesi, Ölfusi og Flóa. Skjálftar árið 1339 felldu hús á svæð- inu allt austan frá Rangárvöllum vest- ur í Flóa. Telja verður líklegt í ljósi reynslu síðari alda, að þar hafi fleiri en einn kippur komið við sögu. I sam- bandi við jarðskjálfta árið 1294 er get- ið um að jarðsprungur hafi myndast bæði á Rangárvöllum og Skeiðum, og verður á sama hátt að álykta að þær hafi ekki myndast í einum skjálfta. Allir þeir skjálftar eða skjálftahvið- ur sem hér voru taldar hafa það sam- eiginlegt að taka til mikils hluta jarð- skjálftasvæðisins, og þar sem heimildir eru bestar má sjá, að skjálftavirknin byrjar austan til á svæðinu og færist síðan vestur á bóginn (Páll Einarsson og fleiri 1981). Tíminn, sem hviðan stendur yfir hverju sinni, er breyti- legur, allt frá tveimur dögum upp í þrjú ár. Tíminn milli hviðanna er einn- ig breytilegur. Stysta bilið er 45 ár, og meðaltími milli hviða er um 100 ár. Það er þó líklega of há tala, því þá er talið með langa bilið milli 1391 og 1630 sem líklega stafar af heimildaleysi frekar en skjálftaleysi. Þetta er einmitt sá tími í íslandssögunni sem heimildir eru eina gloppóttastar um. Með ösku- lagarannsóknum hefur til dæinis verið sýnt fram á, að á þessu tímabili urðu stórgos, sem engar ritaðar heimildir eru til um. Ef þetta bil er frátalið, er lengsta þekkta tímabil milli hviða 112 ár. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að nú eru liðin 88 ár frá síðustu skjálfta- hviðu af þessu tagi. Nú má reikna út tölfræðilegar líkur á því að næsta hviða verði innan ein- hvers ákveðins tíma, en útkoman fer talsvert eftir því, hvaða forsendur menn gefa sér og hvernig áreiðanleiki heimildanna er metinn. Það getur þó vart talist óhófleg svartsýni að áætla meira en 80% líkur á því að næsta hviða verði innan 25 ára. Nú er rétt að taka fram að und- angengnar vangaveltur eiga einungis við um þá skjálfta sem ganga yfir stór- an hluta skjálftasvæðisins. En að fleiru þarf að hyggja, því staðbundið tjón hefur orðið í miklu fleiri jarðskjálftum 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.