Náttúrufræðingurinn - 1985, Qupperneq 31
6. mynd. Radon mælt í sýnum af jarðhitavökva, sem tekin eru úr borholu á Flúðum í
Hrunamannahrepp. Örvarnar gefa til kynna hvenær jarðskjálftar urðu á Suðurlandsund-
irlendi, einnig er sýnd stærð skjálftanna og fjarlægð upptakanna frá Flúðunt. Mikil
radonaukning varð á undan skjálftahrinu í júlí og skjálfta í lok ágúst, en á undan skjálfta í
nóvember minnkaði radon. Kippirnir áttu upptök efst í Holtum. Myndin er úr grein Egils
Haukssonar og J. Goddard (1981). - Radon time series for 1978 from a drill hole in
Flúðir, S-lceland. The arrows show tlie time ofearthquak.es in the South Iceland Seismic
Zone. Magnitude of the events and the distance between the epicenter and the sampling
station are also shown. Anomalies are seen before an earthquake swarm in July and single
events in late August and November. From Hauksson and Goddard (1981).
landi né nægileg mælitæki til að sýna
þær breytingar sem búast mætti við.
En jafnvel þótt ekki verði unnt að spá
nákvæmlega um næsta skjálfta, þá
skiptir miklu máli að fylgst sé náið
með aðdraganda hans. Af því fengist
dýrmæt reynsla, sem gæti komið öðr-
um að notum, og ekki síst afkomend-
um okkar þegar að því kemur að aftur
má fara að búast við skjálftum á
Suðurlandi.
Á síðustu árum hafa jarðeðlisfræði-
legar mælingar verið auknar nokkuð á
Suðurlandi. Má þar nefna skjálftamæl-
ingar, radonmælingar, þenslumæl-
ingar og fjarlægðarmælingar (sjá 5.
mynd). Jarðskjálftamælar eru nú á um
35 stöðum á landinu, og eru nokkrir
þeirra á skjálftasvæði Suðurlands og í
næsta umhverfi þess. Á skjálftasvæð-
inu sjálfu eru mælar á Bjarnastöðum í
Ölfusi, Selfossi og á Hellurn í Lands-
sveit, í næsta unrhverfi eru mælar við
Kaldársel, skíðaskála ÍR í Hamragili, í
Menntaskólanum á Laugarvatni, á
Árgilsstöðum í Hvolhreppi og í Selkoti
undir Eyjafjöllum. Aðrir mælar á
Suður- og Vesturlandi nýtast að sjálf-
25