Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1985, Síða 32

Náttúrufræðingurinn - 1985, Síða 32
sögðu einnig við þessar mælingar. Með þessu mæiakerfi má staðsetja upptök skjálfta á svæðinu með allgóðri nákvæmni og ákvarða stærð þeirra. Þannig má fá upplýsingar um það hvar helstu brestirnir eru í jarðskorpunni, og einnig fylgjast með því hvernig jarðskorpan bregst við áður en hún brestur í stórum jarðskjálfta. Radonmælingar hafa verið gerðar á nokkrum stöðum síðan 1978. Mæling- arnar eru gerðar á vegum Raunvís- indastofnunar Háskólans og fara þannig fram, að vatnssýni eru tekin úr borholum á fáeinna vikna fresti og radoninnihald þeirra mælt. Þessar mælingar hafa skilað mjög áhugaverð- um árangri (Egill Hauksson og J. Goddard 1981). Árið 1978 urðu nokkrir skjálftar í Landssveit að stærð 2,7-4,0. Á undan þeim mældust greinilegar óreglur á útstreymi radons. Óreglurnar voru skýrastar á Flúðum, og eru það einhver bestu dæmin um radonóreglu á undan skjálftum sem þekkt eru í heiminum (6. mynd). Á vegum Veðurstofunnar eru gerð- ar þenslumælingar á nokkrum stöðum. Mælitæki er komið fyrir í borholu á nokkurra tuga til hundruða metra dýpi og skynjar hvernig jarðskorpan þenst út eða dregst saman. Mælingarnar eru skráðar á sírita og má þannig fá sam- fellt yfirlit um það hvernig spenna safnast upp. Bæði þenslu- og radon- mælingarnar hafa verið gerðar í sam- vinnu við bandarískar vísindastofnan- ir, og hafa verið kostaðar af þeim að hluta. Fjarlægðarmælingar hafa einungis verið gerðar í litlum mæli enn sem komið er. Fastmerkjum er þá komið fyrir með nokkurra kílómetra millibili, og fjarlægð milli þeirra mæld með leysigeisla. Við endurteknar mælingar má þannig sjá ef annar punkturinn hreyfist miðað við hinn, jafnvel þó hreyfingin nemi aðeins fáeinum sentí- metrum. Mælingarnar, sem hér var getið eru þýðingarmiklar svo langt sem þær ná, en betur má ef duga skal. Endurbæta þyrfti skjálftamælingarnar, hanna full- komnari nræla og bæta við þá sem fyrir eru. Þá þyrfti að setja upp síritandi hallamæla á nokkrum stöðum, og gera hæðarmælingar á mælilínum langsum og þversum yfir svæðið. Með því móti mætti sjá ef einhver hluti svæðisins tæki að rísa óeðlilega. Endurteknar mælingar á þyngdarkrafti jarðar gætu einnig gefið vísbendingar um slíkt ris. Ef land rís meira en 5 cm, veldur það mælanlegri breytingu á rissvæðinu. Þá þyrfti að gera fjarlægðarmælingar á neti fastpunkta, sem næði yfir allt skjálftasvæðið. Þannig mætti fylgjast með því hvernig jarðskorpan aflagast þegar spenna hleðst upp í henni. Setja þyrfti síritandi vatnshæðarmæla á nokkrar borholur til að fylgjast með breytingum á jarðvatni.* En allar þessar mælingar kosta nokkurt fé, og við óbreyttar aðstæður verður ekki hægt að sinna þeim svo nokkru nemi. Til eru þó mælingar og athuganir, sem hægt væri að gera með aðstoð heimamanna að kínverskri fyrirmynd án verulegra fjármuna. Hér mætti nefna til dæmis mælingar á vatnshæð í borholum. Víða á Suður- landi eru borholur, sem ekki eru not- aðar til vinnslu á heitu eða köldu vatni. Með lítilli fyrirhöfn mætti koma fyrir útbúnaði til að mæla hvar vatns- borðið er í þeim. Þá mætti fylgjast með rennsli í sjálfrennandi lindum og * Sumariö 1984, eftir að grein þessi fór í prent- un, voru gerðar umfangsmiklar fjarlægðar- mælingar á Suðurlandi á vegum Orkustofn- unar og Raunvísindastofunnar Háskólans. Þá voru mældar hæðarmælingalínur og gerðar þyngdarmælingar á vegum Orkustofnunar. 26

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.