Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 41

Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 41
raunverulegar agnir. Flestir 19. aldar eðlisfræðingar hölluðust að bylgju- ímyndinni, því að hún skýrir flesta eiginleika sýnilegs Ijóss. En með til- komu skammtafræðinnar varð sýnt, að ljósið er hvort tveggja í senn bylgjur og öreindastraumur. INNRI EIGINLEIKAR ÖREINDA Við skulum nú hugsa okkur öreind sem náttúrufyrirbæri, sem er punkt- laga við vissar aðstæður, en bylgja við aðrar. Rcyndar hafa allar nægilegar smáar agnir þetta tvíeðli, t.d. atóm, en við skulum einskorða okkur við ör- eindir. Nú hefur verið fjallað um, hvernig beri að setja sér fyrir sjónir öreind, sem er kyrrstæð eða á hreyfingu. Ör- eindir eru einnig gæddar innri eigin- leikum líkt og sandkornið, sem við hugsuðum okkur í upphafi. Sandkorn- ið var gert úr einhverri steintegund og liafði tiltekna lögun. Sérhver tegund öreinda liefur ýmsa eiginleika, sem greina hana frá öðrum tegundum. í flestum tilvikum nægir reyndar að þekkja massa og rafhleðslu öreindar til að vita hvaða öreind er á ferðinni, þótt fleiri einkennandi eiginleikum sé til að dreifa. Flestar öreindir hafa svo- nefndar innri hreyfivíddir. Ég nefni dæmi. ímyndum okkur, að sandkornið snúist um ás, sem liggur í gegn um miðju þess. Við setjum okkur nú fyrir sjónir, eins og áður, að sandkornið smækki niður í punkt, en haldi áfram að snúast um sama ásinn. Á líkan hátt getur punktlaga öreind (við gleymum öreindabylgjunni um stundarsakir) haft innri snúning, þótt það kunni að virðast torskilið, hvernig punktur get- ur snúist um sjálfan sig. Þessi innri snúningur öreinda er nefndur spuni. Hann er sömu ættar og venjulegur snúningur hluta, en þó verulega frá- brugðinn. Snúningi venjulegra hluta má lýsa með því að segja, um hvaða ás snúningurinn sé og hversu hratt er snú- ist. Sá eiginleiki spuna, sem samsvarar snúningshraða, er óbreytanlegur. Snú- ist öreind á annað borð um sjálfa sig mun hún halda áfram að gera það um allan aldur og með sama hraða. Engin ytri áhrif fá haggað snúningshraðan- um. Stefnu snúningsássins er hins veg- ar ókleift að ákvarða með fullri ná- kvæmni. Stefnuna er einungis unnt að mæla að hluta til. Hvernig og að hve miklu leyti ætla ég ekki að lýsa. Hér er eins konar óvissuregla á ferðinni, sem takmarkar hugsanlega vitneskju um stefnu snúningsássins og reyndar er þetta óvissulögmál tengt hinu fyrr- nefnda um hraða og staðsetningu. Spuni er auðvitað ekki snúningur, en snúningur er hentug samlíking að grípa til. Ýmsar aðrar innri hreyfivídd- ir öreinda eru til og þær eiga enga hliðstæðu í skynheimi okkar og ég reyni því ekki að grípa til neinna lík- inga til að lýsa þeim. Stærðfræðileg lýsing þeirra er hins vegar ekki ósvip- uð stærðfræðilegri lýsingu á spuna. Mynd okkar af öreind er nú að verða fyllri. Við skulum hugsa okkur öreindina punktlaga, þótt við höfum ekki gleymt bylgjueiginleikunum. Við getum ímyndað okkur ýmsar upplýs- ingar hengdar á þennan punkt t.d. massa, hleðslu, spuna og annað innra ástand öreindarinnar. TÓMIÐ ER EKKI TÓMT Nú erum við komin að hinu áhuga- verðasta í sambandi við öreindir. Það er víxlverkun þeirra við aðrar öreindir og tómið sem þær hreyfast í. Með víxlverkun öreinda á ég við þau áhrif sem þær hafa hver á aðra. Allar öreindir, sem við þekkjunr í náttúrunni, víxlverka við aðrar öreind- ir. Þetta er reyndar sjálfgefið, því að 35

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.