Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 41

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 41
raunverulegar agnir. Flestir 19. aldar eðlisfræðingar hölluðust að bylgju- ímyndinni, því að hún skýrir flesta eiginleika sýnilegs Ijóss. En með til- komu skammtafræðinnar varð sýnt, að ljósið er hvort tveggja í senn bylgjur og öreindastraumur. INNRI EIGINLEIKAR ÖREINDA Við skulum nú hugsa okkur öreind sem náttúrufyrirbæri, sem er punkt- laga við vissar aðstæður, en bylgja við aðrar. Rcyndar hafa allar nægilegar smáar agnir þetta tvíeðli, t.d. atóm, en við skulum einskorða okkur við ör- eindir. Nú hefur verið fjallað um, hvernig beri að setja sér fyrir sjónir öreind, sem er kyrrstæð eða á hreyfingu. Ör- eindir eru einnig gæddar innri eigin- leikum líkt og sandkornið, sem við hugsuðum okkur í upphafi. Sandkorn- ið var gert úr einhverri steintegund og liafði tiltekna lögun. Sérhver tegund öreinda liefur ýmsa eiginleika, sem greina hana frá öðrum tegundum. í flestum tilvikum nægir reyndar að þekkja massa og rafhleðslu öreindar til að vita hvaða öreind er á ferðinni, þótt fleiri einkennandi eiginleikum sé til að dreifa. Flestar öreindir hafa svo- nefndar innri hreyfivíddir. Ég nefni dæmi. ímyndum okkur, að sandkornið snúist um ás, sem liggur í gegn um miðju þess. Við setjum okkur nú fyrir sjónir, eins og áður, að sandkornið smækki niður í punkt, en haldi áfram að snúast um sama ásinn. Á líkan hátt getur punktlaga öreind (við gleymum öreindabylgjunni um stundarsakir) haft innri snúning, þótt það kunni að virðast torskilið, hvernig punktur get- ur snúist um sjálfan sig. Þessi innri snúningur öreinda er nefndur spuni. Hann er sömu ættar og venjulegur snúningur hluta, en þó verulega frá- brugðinn. Snúningi venjulegra hluta má lýsa með því að segja, um hvaða ás snúningurinn sé og hversu hratt er snú- ist. Sá eiginleiki spuna, sem samsvarar snúningshraða, er óbreytanlegur. Snú- ist öreind á annað borð um sjálfa sig mun hún halda áfram að gera það um allan aldur og með sama hraða. Engin ytri áhrif fá haggað snúningshraðan- um. Stefnu snúningsássins er hins veg- ar ókleift að ákvarða með fullri ná- kvæmni. Stefnuna er einungis unnt að mæla að hluta til. Hvernig og að hve miklu leyti ætla ég ekki að lýsa. Hér er eins konar óvissuregla á ferðinni, sem takmarkar hugsanlega vitneskju um stefnu snúningsássins og reyndar er þetta óvissulögmál tengt hinu fyrr- nefnda um hraða og staðsetningu. Spuni er auðvitað ekki snúningur, en snúningur er hentug samlíking að grípa til. Ýmsar aðrar innri hreyfivídd- ir öreinda eru til og þær eiga enga hliðstæðu í skynheimi okkar og ég reyni því ekki að grípa til neinna lík- inga til að lýsa þeim. Stærðfræðileg lýsing þeirra er hins vegar ekki ósvip- uð stærðfræðilegri lýsingu á spuna. Mynd okkar af öreind er nú að verða fyllri. Við skulum hugsa okkur öreindina punktlaga, þótt við höfum ekki gleymt bylgjueiginleikunum. Við getum ímyndað okkur ýmsar upplýs- ingar hengdar á þennan punkt t.d. massa, hleðslu, spuna og annað innra ástand öreindarinnar. TÓMIÐ ER EKKI TÓMT Nú erum við komin að hinu áhuga- verðasta í sambandi við öreindir. Það er víxlverkun þeirra við aðrar öreindir og tómið sem þær hreyfast í. Með víxlverkun öreinda á ég við þau áhrif sem þær hafa hver á aðra. Allar öreindir, sem við þekkjunr í náttúrunni, víxlverka við aðrar öreind- ir. Þetta er reyndar sjálfgefið, því að 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.