Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 43

Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 43
rafeindina og launeindirnar sem eina heild. Það hefur í raun lítinn sem eng- an tilgang að greina rafeindina frá launeindasjónum. Imyndum okkur nú, að við höfum kassa og í honum sé ein, því sem næst kyrrstæð, rafeind. Gerum ráð fyrir, að unnt sé að taka augnabliksmynd af innihaldi kassans, mynd sem sýnir all- ar öreindir í kassanum þ.m.t. launeindir. Það er vissulega ógerlegt að taka þannig mynd í raun og veru, en umræðunnar vegna skuluni við samt gera ráð fyrir að slík myndataka sé gerleg. Hugsum okkur, að á mynd- inni kæmu fram tvær rafeindir og ein jáeind. Þá vitum við, að jáeindin og önnur rafeindin eru launeindapar, því að ekki er fyrir hendi í kassanum næg orka til myndunar tveggja nýrra ör- einda. Við gerðum nefnilega ráð fyrir, að upphaflega rafeindin hefði hverf- andi hreyfiorku. Hins vegar er ókleift að vita, hvor rafeindanna tveggja, sem fram komu á myndinni, er upphaflega rafeindin og livor er launrafeindin. Allar rafeindir eru eins. Það er ekki unnt að marka eða merkja öreindir á neinn hátt. Við verðum því að hugsa okkur rafeindina sem ský af rafeindum og jáeindum. Fjöldi rafeindanna er einum meiri en fjöldi jáeindanna og allar öreindirnar að einni undanskil- inni eru Iauneindir. I hita þessarar frá- sagnar af launeindum niá ekki gleyma því, að þær eiga sér enga raunverulega tilvist, en eru einungis hjálpartæki hugsunarinnar við að henda reiður á eðli öreinda. Það er því út í hött að hugsa sér, að á einhverju tilteknu augnabliki sé til einhver ákveðinn fjöldi launeinda. Áður en við segjum skilið við raf- eindina í kassanum skuluni við gefa henni mikla hreyfiorku, meiri hreyfi- orku en nemur massaorku tveggja raf- einda. Ef við athugum rafeindina eftir nokkra stund er hugsanlegt, að hreyfi- orka upprunalegu rafeindarinnar hafi breyst í tvær öreindir, rafeind og já- eind, sem eru nú raunverulegar, því að næg orka er fyrir hendi til myndunar þeirra. Við vitum því oftast ekki, hversu margar öreindir eru til staðar við gefnar aðstæður. Það er ekki til nein rétt kenning, sem lýsir einungis einni öreind. Reyndar má segja sem svo, að alltaf séu fyrir hendi hversu margar launeindir sem vera skal. Komist launeindirnar í tæri við orku, geta þær étið hana upp og þannig orð- ið raunverulegar öreindir. Þessi út- skýring er auðvitað mjög ævintýraleg, en eins og áður er nel'nt, verður slíkur ævintýrablær ekki umflúinn, ef við ætl- um að fjalla um þessi fræði á nokkurn veginn mæltu máli. VÍXLVERKANIR Síðasta efnið, sem mig langar að fjalla um, er víxlverkun einnar öreind- ar við aðrar. Hér munu launeindir halda áfram að koma við sögu. Áður en við ræðum víxlverkun öreinda skulum við rifja örlítiö upp um víxl- verkun hluta almennt. Hvernig veit epli, sem losnar frá trjágrein, að það á að falla til jarðar? Einfalda skýringin er náttúrulega sú, að jörðin togi í eplið með krafti, sem við nefnum þyngdar- afl. Nákvæmar er þetta skýrt á þá lund, að jörðin, eins og reyndar allir hlutir með einhvern massa, myndi þyngdarsvið í rúminu umhverfis sig. Þyngdarsviðið á sér raunverulega til- vist og er ekki bara hentugt hjálpar- tæki til að útskýra af hverju hlutir detta. Ef við gætum með einhverju móti látið jörðina hverfa sporlaust tæki það þyngdarsvið jarðarinnar nokkra stund að hverfa. Upplýsingar þær, að jörðin væri horfin, myndu ekki breiðast út nema í hæsta lagi með hraða ljóssins. 37

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.