Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 44

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 44
Þyngdarkraftarnir skipa óverulegan sess í víxlverkun öreinda við allar að- stæður, sem við þekkjum. Þar ráða aðrir og öflugri kraftar, rafkraftar, segulkraftar og svokallaðir kjarna- kraftar, sem við höfum ekki beina reynslu af úr daglegu lífi. Athugum nú rafhlaðna öreind, sem myndar rafsvið umhverfis sig eins og allir rafhlaðnir hlutir. í öreindafræði er litið svo á, að rafsviðið sé gert úr ljóseindum, sem reyndar eru launeindir, en geta orðið að raunveru- legum ljóseindum fáist til þess orka. Ég verð að geta þess hér til nánari útskýringar, að það er ekki einungis ljós, sem gert er úr ljóseindum, heldur líka útvarpsbylgjur, varmageislun og Röntgengeislar. Eini munurinn á út- varpsbylgjum, sýnilegu ljósi og Röntgengeislum er orka ljóseindanna eða bylgjulengd þeirra. Orka ljós- eindar stendur í öfugu hlutfalli við bylgjulengd hennar. Útvarpsljóseindir eru orkuminnstar, Röntgenljóseindir eru orkumestar. Rafsviðið unthverfis öreindina verð- ur til vegna þess, að öreindin sendir frá sér ljóseindir í allar áttir. Þessar ljóseindir geta haft hvaða orku sem vera skal, en eru auðvitað launeindir. Þær snúa aftur til öreindarinnar og hverfa þar. Að öðrum kosti væru raf- hlaðnar öreindir sjálflýsandi, en við vitum, að svo er ekki. Við skulum því hugsa okkur rafsviðið umhverfis ör- eindina sem ský af launljóseindum. Ef önnur rafhlaðin öreind kemur á vett- vang, vitum við, að hún víxlverkar við rafsvið upphaflegu öreindarinnar. Ör- eindafræðingar hugsa sér víxlverkun- ina á þá lund, að nýja öreindin gleypi eina eða fleiri þeirra launljóseinda, sem eru í rafsviðinu og við það breytist hraði hennar og stefna. Hraði og stefna upphaflegu öreindarinnar breytist nú í samræmi við orku- breytingu aðkomuöreindarinnar þann- ig, að öll varðveislulögmál eðlisfræð- innar séu í heiðri höfð. Líta má svo á, að upphaflega öreindin breyti um hraða vegna þess, að sumar launljós- eindirnar, sem hún sendir út til að búa til rafsvið, snúi ekki aftur. í raun eru engin tök á að greina rafsvið annarrar öreindarinnar frá rafsviði hinnar. Þær hafa eitt sameiginlegt rafsvið, sem þær víxlverka báðar við. Víxlverkun tveggja öreinda eins og veriö var að lýsa nefnum við árekstur, þótt öreindirnar snertist auðvitað ekki. Þær snerta hins vegar launljós- eindahjúp hvor annarrar. Við slíkan árekstur myndast yfirleitt raunveru- legar Ijóseindir, sem má hugsa sér, að hafi losnað úr launljóseindahjúp ör- eindanna. Gerum nú ráð fyrir, að öreindirnar, sent til umræöu eru, séu rafeindir. Við sögðum áðan, að umhverfis hverja raf- eind væri hafsjór af launrafeindum og launjáeindum. Það er rétt að hugsa sér víxlverkun rafeindarinnar við þessar launeindir á líkan hátt og víxlverkun við raunverulegar jáeindir og raf- eindir. Mynd okkar af rafeind er því nú að verða flóknari. Unthverfis raf- eindina er ský launeinda: Rafeinda, jáeinda og ljóseinda. Launeindirnar víxlverka innbyrðis og við rafeindina. Hugtakið ein öreind hefur í raun tak- markað notagildi. Við höfum einbeitt okkur að útskýr- ingu á rafsviði og rafkröftum. Aðrir kraftar og svið, sem við sögu koma í víxlverkun öreinda hegða sér ekki ósvipað. Hverri tegund kraftsviðs sam- svarar a.m.k. ein tegund nokkurs kon- arxboð-öreinda, sem bera víxlverkun- ina milli öreinda á sama hátt og ljós- eindirnar voru boðberar rafkraftanna. Helsta einkenni rafkraftanna er að Ijóseindirnar eru massalausar og geta því verið hversu orkulitlar sem vera 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.