Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 45
skal. Fyrir vikið eru rafkraftarnir
langdrægir, þótt auðvitað minnki þeir
hratt með fjarlægð. Þær boðeindir,
sem hafa massa, eru ævinlega gæddar
ákveðinni lágmarksorku, þ.e. massa-
orku. Slíkar launeindir geta ekki ferð-
ast mjög langt án þess að brjóta um of
lögmálið um varðveislu orkunnar. Þeir
kraftar, sem eiga sér þungar boðeindir
eru því skammdrægir eins og t.d.
kjarnakraftarnir. I grófum dráttum má
segja, að þvermál kraftsviðs umhverfis
öreind standi í öfugu hlutfalli við
massa tilsvarandi boðeindar.
NIÐURLAG
Ég ætla ekki að reyna að draga sam-
an hér í lokin heilsteypta lýsingu á
öreind. í því sem sagt hefur verið að
framan rekast of mörg horn á til að
slíkt sé gerlegt. Ég vil þó ítreka tvö
höfuðatriði í tilveruhætti öreinda.
Annars vegar er bylgju —agnar tvíeðlið
og hins vegar sú staðreynd, að öreind
verður ekki nema að takmörkuðu leyti
greind frá launeindunum í tóminu um-
hverfis hana. Hver sú eðlisfræðikenn-
ing, sem sameinar þessa tvo eiginleika
og er að auki í samræmi við afstæðis-
kenninguna er óhjákvæmilega gífur-
lega flókin. Að vísu hefur tekist að
smíða slíkar kenningar, (sjá: Þórður
Jónsson, Hvað er skammtasviðsfræði?
Náttúrufræðingurinn, 51, bls. 123-
131, 1981.) enekki er þar meðsagt, að
vandinn sé leystur. Erfitt er að sýna,
að kenningar, sem uppfylla þessi skil-
yrði séu sjálfum sér samkvæmar og í
mörgum tilvikum er mjög vandasamt
og jafnvel ókleift að beita þeim til að
reikna út hegðun og eiginleika ör-
einda. Ég hygg því, að öreindafræðin
sé enn á bernskuskeiði. Verkefni og
vandamál fræðigreinarinnar hafa verið
skilgreind og skilin til nokkurrar
hlítar. Drög liggja fyrir að úrlausn
margra verkefna, en þeim er hvergi
nærri lokið. Ovíst er, að þeim verði
nokkru sinni lokið, því að t.d. gæti
komið í ljós, að þær agnir, sem nú eru
taldar öreindir, séu alls ekki öreindir,
heldur samsettar. Ósvarað er spurn-
ingunni, hvort til sé einhver ein
heilsteypt kenning, er skýri hegðun
allra öreinda og kraftsviða. Rannsókn-
ir á áhrifum þyngdaraflsins á öreindir
eru enn mjög skammt á veg komnar.
Engin ástæða er því til að ætla, að
þeir, sem fást við rannsóknir öreinda
verði uppiskroppa með viðfangsefni á
næstunni. Reynsla undanfarinna ára-
tuga hefur verið sú, að fyrir hverja
spurningu, sem svarað er, spretta upp
margar nýjar. Hver nýr þekkingar-
rnoli, sem finnst, sýnir okkur betur en
áður, hve lítið við vitum um innsta eðli
efnisins.
ÞAKKIR
Þessi grein er að stofni til erindi, sem flutt var
í Ríkisútvarpinu í nóvember 1983.
Ég þakka Jakobi Yngvasyni og Þorsteini Vil-
hjálmssyni lestur handrits og gagnlegar ábend-
ingar.
Þórður Jónsson
Raunvísindastofnun Háskólans
Dunliaga 3
107 Reykjavík
39