Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 48
var um árabil numið byggingarefni,
sem samanstóð af vikurlögum, sem
voru orðin það föst í sér að hægt var að
skera úr þeim steina, sem hlaða mátti
úr. Með því að húða slíka veggi með
kalki litu þeir þokkalega út. Þetta
ónýta byggingarefni átti stóran þátt í
hinum hörmulegu afleiðingum jarð-
skjálftans, sem eyðilagði Managua
þann 23. desember 1972. En gryfjan
þar sem þetta efni var tekið segir
merka sögu. Á botni gryfjunnar eins
og hún er nú varðveitt er lag úr fínni
ljósgulri eldfjallaösku. Hún varðveitir
fótspor, líklega 12-15 manna, sem
auðsjáanlega hafa verið á hlaupum all-
ir í sömu átt. Einnig má þar greina
spor eftir hund og líklega kind eða
geit. Sporin eru eftir fullorðið fólk, en
einnig má greina a. m. k. tvenn spor
eftir börn og hafa þau greinilega verið
látin hlaupa milli þeirra fullorðnu og í
skjóli þeirra. Efnið, sem geymir sporin
hefur nánast verið leðja, þegar þetta
gerðist. Það má jafnvel greina leirslett-
ur undan fótum fólksins. En hvað olli
flóttanum? Einmitt það, sem varð til
þess að jörðin geymir fótspor fólksins.
Það er lag af svörtum vikri, sem hlýtur
að hafa fallið bókstaflega á hæla fólks-
ins, því spor þess í blauta leðjuna hafa
ekki náð að síga saman áður. Vikurinn
fyllti þau og því er það að þakka að
þau eru enn varðveitt. Þetta vikurlag
má sjá á myndinni neðst t. h. út við
vegginn. Þarna virðist fólk hafa verið á
flótta undan eldgosi og vikurfalli.
Það grófur er þessi vikur að eldvarp-
ið, sem hann er kominn frá getur ekki
verið fjarri. í útjarði Managuaborgar
er sprengigígurinn Laguna Tiscapa.
Eins og nafnið sýnir er vatn í gígnum
og lítur það út fyrir að vera djúpt. Svo
virðist sem þarna hafi gosið aðeins
einu sinni, en geta má þess, að ein af
þeim fjórum sprungum, sem urðu í
jarðskjálftanum 1972, liggur gegnum
þennan gíg. Ekki eru nema réttir 3 km
til Acahualinca frá Tiscapa og sýnist
því líklegt að þar hafi gosið orðið.
Spor fólksins stefna frá gígnum og í átt
að Managuavatni.
Augljóst er að gígurinn er ekki gam-
all. Eitthvað um 9 öskulög eru í snið-
inu, ofan við fótsporin og í jarðlaginu,
sem efst er, hafa fundist leirkerabrot
(keramik) sem hægt hefur verið að
áætla aldurinn á og talin vera um 1000
ára gömul. Út frá því sýnist ekki vera
órýmilegt að áætla aldur sporanna um
1700-2000 ára.
42