Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 53

Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 53
verði falið að halda áfam og auka þær rannsóknir, sem nú eru hafnar á sela- stofnum hér við land.“ Ekki verður betur séð en sjávarútvegsráðuneytið liafi alger- lega hundsað helstu niðurstöður þessarar nefndar. Næst gerðist það að nefndin var snarlega lögð niður og 16. ágúst 1979 var skipuð ný nefnd, sem almennt hefur verið kölluð Hringormanefnd. Nú brá svo við að einungis voru fulltrúar fiskvinnsluaðila í nefndinni, sem var skv. skipunarbréfi þá- verandi sjávarútvegsráðherra Kjartans Jó- hannssonar „ætlað að skoða sent gleggst alla þætti þessa máls, þ.e. iífsferil hring- ormsins, tímgun og leiðir til að stemrna stigu við aukinni ormatíðni, ennfremur alla möguleika á því að finna orma í fisk- holdi og fjarlægja þá. Nefndinni er einnig ætlað að hafa yfirumsjón með rannsóknum sem þegar eru hafnar á vegum Hafrann- sóknastofnunarinnar á selastofnunr við ís- land“. Formaður nefndarinnar var skipað- ur Björn Dagbjartsson, þáverandi aðstoð- armaður sjávarútvegsráðherra. Ymsum hefur þótt það einkennileg nrálsmeðferð að setja nefnd hagsmunaaðila yfir rann- sóknastofnun sem þegar hefur lögformlega stjórn og ber að sjá um tilteknar rannsókn- ir. Enda kemur fram í bréfi forstjóra Haf- rannsóknastofnunar í árslok 1982 að ekk- ert samráð var haft við stofnunina um skipan Hringormanefndar og engin sam- vinna hefur verið milli nefndarinnar og Hafrannsóknastofnunar um selarannsókn- ir. Enn einkennilegra er þó að Hringorma- nefnd virðist vera, gagnstætt forvera sín- um, ætlað að verða eilíft apparat ráðuneyt- isins. Hún hefur þrifist sem eins konar sjálfseignarstofnun í tíð tveggja sjávarút- vegsráðherra til viðbótar, Steingríms Her- ntannssonar og Halldórs Ásgrímssonar. Hlutverk þessarar sjálfseignarstofnunar hefur verið að nokkru leyti að gangast fyrir rannsóknum og hefur nefndin ráðið sér líffræðing í þessu skyni. Unt rannsóknirnar er í sjálfu sér ekki nema gott eitt að segja. Niðurstöður þeirra hafa verið settar fram í skýrslum og nú á næstunni munu birtast hér í Náttúrufræðingnum greinar sem byggðar eru á þessum rannsóknum. Túlk- un Hringormanefndar á rannsóknaniður- stöðunum hefur hins vegar virst hæpin, enda er það skjalfest að Hringormanefnd var búin að ákveða að fara út í fækkunar- aðgerðir áður en rannsóknirnar hófust. Rannsóknirnar eru því einungis einn þátt- ur í því áróðurshlutverki sem nefndin hef- ur tekið sér (væntanlega í krafti þess að ráðuneytið lítur á hana sem sjálfseignar- stofnun). Peint er ætlað að villa mönnunt sýn á raunverulegu viðfangsefni Hring- ormanefndar sem er gríðarstór tilraun til þess að draga úr fjölda sela hér við land. Pessi tilraun er þó svo illa úr garði gerð að fyrirfrant er vart við því að búast að hún skili marktækum niðurstöðum. Menn skulu því vera við því búnir að hlýða á áframhaldandi útúrsnúninga frá Hring- orntanefnd þegar spurt verður hvort fækk- unaraðgerðir hennar hafi skilað árangri. í því hlutverki að stunda áróður hefur Hringormanefnd hins vegar tekist svo vel upp að undrum sætir. Hefur nefndinni tek- ist þar að ýta af stað ýmsum vafasömum fréttum sem síðan hafa öðlast eigið líf og hlaðið utan á sig í meðförum fjölmiðla og stjórnmálamanna. Mér er til efs að sú að- ferð að endurtaka sömu lygina nógu oft hafi áður verið notuð hér á landi af jafn- mikilli einbeitni og með jafnmiklunt árangri. Lygisögur um seli dynja á okkur í fjöl- miðlum og eru farnar að keppa við drauga- sögur um fyrsta sætið í þjóðtrú samtímans. Eitt besta dæmið um árangur Hringorma- nefndar á þessu sviði er að finna í ritstjórn- argrein f Morgunblaðinu miðvikudaginn 24. mars 1982 undir fyrirsögninni Þorska- stríð og selastríð. Þar segir m.a.: „...Segja má að áhrif sela séu tvíþætt, þeir eru hýsill fyrir hringorma og éta mikið magn af fiski. Vísir menn hafa komist að þeirri niðurstöðu, að í ár verði tíndar 130 milljónir hringorma úr þorski í frystihúsunr víða urn land. Þá hefur einnig komið fram, að hér við land éti selurinn um 50 þúsund tonn af nytjafiski. Er það yfirleitt smár fiskur, svo talið er, að við töpum nú um 100 þúsund tonnum af nytjafiski í selinn á hverju ári. Vegna samdráttar í selveiðum er talið líklegt, að selastofninn við landið vaxi. Hagsmunasamtök í sjávarútvegi hvetja til aukinnar selveiði og er nú rætt um að verðlauna seladráp. — ...Þótt Bretar væru ýmsum til ama, var þó til dæmis sá 47

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.