Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 54

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 54
mikli munur á þeim og selnum, að þeir dreifðu ekki hringormum í fiskinn. — ...Þótt menn séu sammála um nauðsyn aðgerða gegn selnum hér á landi, sem þó er kannske ekki víst, er augljóst, að sela- dráp fyrir verðlaunafé myndi mælast illa fyrir erlendis hjá áhrifamiklum aðilum, sem tekið hafa málstað lítilmagnans gegn mannskepnunni. í þorskastríðinu var mik- ið rætt um áróðursstríð. Verði hafið sela- stríð er áróðursþátturinn ekki síður mikil- vægur en í þorskastríði. Til að áróðurinn út á við verði í lagi, er nauðsynlegt að inn á við séu menn sammála — hagsmunasam- tök sjávarútvegsins hafa lagt fram tillögur sínar. Er einhver á móti?“ Eins og flestir vita, er selastríðið á ís- landi löngu hafið. Pað gleymdist að vísu að gefa út opinbera stríðsyfirlýsingu, en yfir- völd hafa látið það gott heita að lög séu brotin leynt og ljóst, að maður tali nú ekki um það hvernig hefðbundnar aðferðir við selveiðar eru fótum troðnar. í þriðja lagi ræða þau Sigrún, Stefán og Ævar um líffræðilegar forsendur fyrir að- gerðum Hringormanefndar. Eins og þau benda á, snýst hin fræðilega hlið málsins um það hvort fyrirliggj andi þekking sé nægileg til þess að ákveða, hvort selum skuli fækkað og hvort fækkunaraðgerðir komi til með að bera raunhæfan árangur. Niðurstaðan úr slíkri athugun getur ekki orðið nema á einn veg, upplýsingar vantar enn um fjölmörg grundvallaratriði. Það eina sem er víst í þessu sambandi eru ein- földustu drættirnir í lífsferli hringorms. Við vitum t.d. ekki hvort selum fjölgar eða fækkar hér við land, hvort samband er milli fjölda sela á fiskislóð og tíðni orma í fiski, hvort aukinn kostnaður við hringormatínslu á síðari árum stafar af aukinni ormabyrði eða hertum hreinlætis- kröfum kaupenda. Talsmenn Hringorma- nefndar hafa jafnan túlkað þau litlu gögn, sem fyrir liggja um þessi atriði, að eigin geðþótta og oft þvert ofan í viðteknar vís- indalegar kenningar um samband hýsils og sníkjudýra og um takmörk dýrastofna. Það verður að segjast að meðferð nefnd- arinnar á vísindalegum gögnum er yfirleitt með þeim ósköpum, að menn hljóta að spyrja hvort þessir sömu trúnaðarmenn fiskvinnslunnar á íslandi séu verðir þess trausts sem umbjóðendur þeirra virðast hafa til þeirra. Eru vinnubrögðin svona á fleiri sviðum þessarar framleiðslugreinar? Kostnaður við störf Hringormanefndar árið 1983 er sagður hafa verið 4,7 milljónir króna. Þetta er stór upphæð á mælikvarða þeirra sem fást við rannsóknir á íslandi, þótt þetta séu smápeningar í sjávarútvegi. Engu að síður ættu menn að staldra við og huga að arðseminni. Ég vil leyfa mér að halda því fram að hún sé næsta lítil. í fjórða og síðasta lagi taka höfundar fyrir nokkur almenn atriði er varða nátt- úruvernd á íslandi. Þau benda á að starfs- aðferðir í íslenskri náttúruvernd hafi yfir- leitt einkennst af málamiðlun við hagsmunaaðila. Aðgerðir Hringorma- nefndar skjóti hér skökku við, þar sem hagsmunaaðilar einir ráði ferðinni. ís- lenskir náttúruverndarmenn hafi ekki farið fram á alfriðun selastofnanna, heldur þvert á móti verið talsmenn þess að seli skuli nytja með sem eðlilegustum hætti. E.t.v. er veikleiki náttúruverndarmanna í þessu máli einmitt fólginn í þessari sanngirni. Náttúruverndarmenn hafa einfaldlega ver- ið of kurteisir og of sanngjarnir í umfjöllun sinni um athæfi hringormanefndar. Nú er mál að linni. Við hljótum að krefjast þess að breytt verði um stefnu í þessu máli. Þegar þetta er ritað, í mars 1985, stefnir í enn verra óefni, með frumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi um selveiðar. Nái frumvarpið fram að ganga óbreytt, er lög- bundið það ástand sem Hringormanefnd hefur leitt yfir land og þjóð. í lok ritsins eru ítarlegar heimildaskrár, sem mikil þörf hefur verið fyrir vegna þess liversu óaðgengileg mörg gögn eru í þessu máli. Loks er einkar fróðlegur viðauki eftir Eystein G. Gíslason í Skáleyjum, Um sel og selveiðar á Breiðafirði. Ritið er þokka- legt útlits, en bandið á mínu eintaki fór snemma að gefa sig. Best væri ef Land- vernd sæi sér fært að láta prenta ritið og bæta þá við myndum. Efnið á erindi við alla hugsandi menn. Það fjallar ekki aðeins um seli og hringorma, heldur einnig um menn og mistök þeirra. Arnþór Garðarsson 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.