Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1985, Qupperneq 3

Náttúrufræðingurinn - 1985, Qupperneq 3
Ólafur Karvel Pálsson: Fæða botnlægra fiska við ísland INNGANGUR Fæðu fiska við ísland mun fyrst get- ið í vísindalegri ritgerð, og jafnvel í rituðu máli í Ferðabók Eggerts Ólafs- sonar og Bjarna Pálssonar (1772). Þar er fæðu ýsu og steinbíts lýst í örstuttu máli. Fæðu fiska er þó fyrst lýst að marki árið 1829, þegar Friedrich Fab- er birtir lýsingu sína á fiskum umhverf- is landið, þ. á m. lýsingu á fæðu 33 tegunda sjávarfiska. Bjarni Sæ- mundsson (1926) Iýsir fæðu 92 sjávar- fiska, eða flestra tegunda sem þá voru þekktar umhverfis ísland. Síðustu 50 árin hafa birst 19 ritgerð- ir þar sem fjallað er um fæðu tillölu- lega fárra fisktegunda hverju sinni eða 14 tegunda sjávarfiska alls (sjá heim- ildaskrá). í þessum ritgerðum hafa al- mennar lýsingar á fæðunni smám sam- an vikið fyrir nákvæmari magnlægum aðferðum. Af einstökum fiskum hefur athygli manna oftast beinst að þorski, en einnig nokkuð að ýsu og karfa. Á fjórða áratug aldarinnar var fæða síld- ar (Clupea harengus L.) rannsökuð ítarlega, einkum með tilliti til tengsla milli aflamagns og ætis. Rannsóknir á 10 fisktegundum öðrum byggjast á fremur takmörkuðum gögnum. Þessar tegundir eru: Loðna (Mallotus villosus (Miill.)), kolmunni (Micromesistius poutassou (Risso)), lýsa (Merlangius merlangus merlangus (L.)), steinbítur, mjóni (Lumpenus lampretaeformis (Walbaum)), stórkjafta (Lepidor- hombus whiffiagonis (Walbaum)), langlúra (Glyptocephalus cynoglossus (L.)), skrápflúra (Hippoglossoides platessoides limandoides (Bloch)), sandkoli (Limanda limanda (L.)), og þykkvalúra (Microstomus kitt (Wal- baum)). í heild má segja, að fyrirliggj- andi upplýsingar um fæðu fiska við ísland séu fremur takmarkaðar hvað varðar uppsjávarfiska, að síld undan- skilinni, en gefi hins vegar góða mynd af fæðunámi mikilvægra botnlægra fiskstofna. Síðustu ár hefur athygli sjávarlíf- fræðinga beinst í vaxandi mæli að fæðutengslum sjávarlífvera, ekki síst fiska. Pessi áhugi er ekki eingöngu af hreinum fræðilegum toga, heldur ráða hér einnig hagnýtingarsjónarmið í tengslum við stjórnun fiskveiða. Vax- andi nýting sífellt fleiri dýrastofna hafsins hefur leitt til einskonar inn- byrðis samkeppni milli botnlægra fisk- stofna og fiskveiða um uppsjávarfiska, þar sem uppsjávarfiskar eru yfirleitt, ef ekki ávallt, mikilvæg bráð fyrir botnlægar fisktegundir. Nærtækt og vel þekkt dæmi í þessu sambandi er mikilvægi loðnu í fæðunámi þorsks, en þessir fiskstofnar eru aftur megin- grundvöllur íslensks efnahags. Hér er loðnuflotinn í hlutverki ræningja á Náttúrufræðingurinn 55(3), bls. 101-118, 1985 101

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.