Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 9

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 9
í grófum dráttum má draga nokkrar ályktanir um tengsl milli stærðar bráð- ar og stærðar ræningja með hliðsjón af 2. og 3. mynd. Smávaxnir sviflægir og botnlægir hryggleysingjar eru aðal- fæða smáþorsksins á öllum árstímum. Loðna og aðrar smávaxnar fisktegund- ir eru yfirleitt helsta fæða þorsks af miðlungsstærð. Stærsti þorskurinn étur hins vegar einkum mun stærri fisktegundir eins og kolmunna, karfa og þorsk. Fæðunám eftir svœðum Hlutfallsleg þyngd helstu fæðuhópa eftir svæðum er sýnd á 4. mynd, með tilliti til lengdar þorsks. Hjá ýmsum fæðuhópum, svo sem loðnu, ljósátu og botndýrum, er nokk- uð breytilegt eftir lengd þorsksins á hvaða svæði viðkomandi bráð er mikil- vægust. Hlutur loðnu er minnstur á NA-svæði. Hlutur ljósátu er mjög mis- jafn hjá smæsta þorskinum; mestur á A-svæði en minnstur á NV-svæði. Hjá öðrum fæðuhópum er mismun- urinn öllu samfelldari eftir svæðum. Þannig er hlutur kolmunna talsvert meiri á A-svæði heldur en á norður- svæðunum, og má ætla að þar sé um að ræða tengsl við ætisgöngur kol- munna á Austfjarðamið að sumarlagi. Hlutur karfa er hins vegar langmestur á NA-svæði og tengist það m. a. reki karfaseiða með hafstraumum norður fyrir land, sem er mjög breytilegt frá ári til árs. f heild er hlutur sunddýra öllu meiri á A-svæði heldur en á norðursvæðum. Breytileiki í fæðunámi eftir svæðum er þó einna mestur hjá rækju (einkum Pandalus borealis). Hlutur hennar er langmestur á NV-svæði, fremur tak- markaður á NA-svæði og hverfandi á A-svæði. Þetta er í góðu samræmi við svæðisskiptingu rækjuafla, en rækja er einkum veidd á NV-svæði (95% af heildarrækjuafla 1980 og 1981). Á NA-svæði nam veiðin aðeins 5% og hverfandi magn var veitt á A-svæði (Anonymus 1982). Ljóst er að fæðunám þorsks er í heild allbreytilegt frá einu svæði til annars. Þessi breytileiki er þó misjafn eftir því hvaða bráð á í hlut. Telja verður að magn (framboð) bráðarinn- ar á hverju svæði sé ráðandi í þessu tilliti. En það er aftur háð lifnaðarhátt- um og umhverfisaðstæðum bráðarinn- ar, t.d. ætisgöngum og hafstraumum, í hversu miklu magni hún er á hverju svæði á hverjum tíma. Fæðumagn Ákveðið samband er milli lengdar fiska og fæðumagns í maga sem lýsa má með veldisjöfnu: W = a • Lb þar sem W = meðal- fæðumagn (g/maga) L = lengd fisksins (cm) a og b eru fastar Hjá þorski er þetta samband sýnt á 5. mynd. Eins og sjá má er tiltölulega lítill breytileiki í fæðumagni frá einum árstíma til annars. Sambandinu milli Iengdar þorsks og fæðumagns í maga má lýsa með einni jöfnu á grundvelli gagna frá árunum 1980-1982: W = 4,83 • 10'5 • L3’18 r2 = 0,96 Sjálfrán Hugtakið „sjálfrán“ er notað hér um afrán þorsks á þorski eða almennt um afrán á eigin tegund (á ensku nefnt cannibalism).

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.