Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 15

Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 15
Fjöldi moga 75 257 308 309 283 296 158 L«ngd tkrópllúru (cm) 12. mynd. Meðalfæðunám skrápflúru eftir lengd 1980-81. - The average composi- tion of the food of long rough dab Hippo- glossoides platessoides limandoides (Bloch) in relation to predator length in 1980-81. minnstu skrápflúrunni. Hjá þeim stærri eykst hlutur fiska hins vegar nokkuð og er athyglisvert að þorsk- seiði eru umtalsverður hluti fæðunnar í tveimur lengdarflokkum. Fæðunám skrápflúru er einkum háð botndýralífinu. Talsverður hluti fæð- unnar tilheyrir þó sunddýrum og svif- dýrum auk rækju. FÆÐA SKARKOLA Fæða skarkola er að mestu botn- lægir hryggleysingjar og eru bursta- ormar og samlokur þar mest áberandi (13. mynd). Minnsti skarkolinn hefur eingöngu étið síli (Ammodytidae), en gögn eru þó mjög takmörkuð í þeim lengdarflokki. FÆÐUVISTFRÆÐILEG TENGSL Fæðutengslum ræningja og bráðar er lýst á 14. mynd. Frá vistfræðilegu sjónarmiði má flokka ræningjana í þrennt með tilliti til afráns þeirra. Karfinn lifir aðallega á dýrasvifi, einkum ljósátu og krabbaflóm. Fæðu- nám ufsa er að hluta hliðstætt, þar sem ljósáta er algengasta fæðan, en fiskar, einkum loðna, hafa ámóta hlutdeild °g ljósátan. Fessa ræningja má því flokka sem uppsjávarfiska. Meginuppistaðan í fæðu þorsks er fiskbráð, sem einkum tilheyrir uppsj ávarfiskum. Með hliðsjón af þessu má því flokka þorsk sem upp- sjávarránfisk. Ætla verður að fæðu- öflun þorsks sé nátengd göngum þeirra fiskstofna sem hann étur, svo sem hrygningargöngum loðnu síðla vetrar umhverfis land, svo og ætis- göngum kolmunna að sumarlagi fyrir austan land. Ennfremur er afrán þorsks á karfaseiðum fyrir norðan land í byrjun vetrar háð reki bráðar- innar þangað með hafstraumum frá hrygningarstöðvum karfa fyrir suð- vestanverðu landinu. Sjálfráns gætir auk þess meira hjá þorski en öðrum ræningjum, sem hér hefur verið fjallað um. Ýsa, steinbítur, skrápflúra og skar- koli eru fyrst og fremst botndýraætur og eru því réttilega flokkaðir sem botnlægir fiskar. Þó éta þessir ræningj- 113

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.