Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1985, Qupperneq 16

Náttúrufræðingurinn - 1985, Qupperneq 16
20 25 30 40 50 60 70 Lengd skarkolo (cm) 13. mynd. Meðalfæðunám skarkola eftir lengd 1980—81. — The average composi- tion of the food of plaice Pleuronectes platessa L. in relation to predator length in 1980-81. ar fiskbráð á stundum. Af einstökum fæðuhópum beinist afrán þessara fiska einkum að burstaormum og skrápdýr- um. Þetta gæti leitt til samkeppni um slíka bráð. Þó er líklegt að ræningj- arnir forðist samkeppni um fæðu með sérhæfingu á sérstakri tegund bráðar. Ljósáta, loðna, rækja og burstaorm- ar er sú bráð, sem flestir ræningjar neyta. Ljósáta og loðna virðast vera nýtt mest ef mið er tekið af stærð fiskstofnanna og fæðuvali þeirra. Þrír stærstu fiskstofnarnir, þorskur, karfi og ufsi, sækja fæðu sína einkum uppsævis, en minni stofnarnir eru háð- ari botnlægri bráð (14. mynd). Þetta bendir til þess að lífríki og fæðukeðjur uppsjávarins hafi afgerandi þýðingu sem líffræðilegur grundvöllur fisk- stofna og fiskveiða. Þessir fiskstofnar uppsævisins hljóta að vera mjög háðir lifnaðarháttum bráðarinnar svo sem dægurgöngum, enda er það reynsla fiskimanna að ein- mitt þessir fiskar eru misveiðanlegir eftir tíma dags. Þorskur veiðist t. d. í flotvörpu aðallega að degi til og er þá oft í námunda við eða innan um loðnu- torfur. Fæðunám þorsksins beinist einkum að fiskstofnum, sem teljast til nytja- stofna á íslandsmiðum eða á alþjóð- legum hafsvæðum. Af þessu er ljóst að afrán þorsks hlýtur að teljast allrar athygli vert, sem mikilvægur hluti af vistkerfi hafsins, og sér í lagi vegna „samkeppni“ þorskstofnsins og fisk- veiðanna um mikilvæga nytjastofna okkar Islendinga. Fæðunám þorskstofnsins er mikil- 14. mynd. Fæðuvistfræðileg tengsl ræningja og bráðar á grundvelli meðalfæðunáms (% þyngd fæðu) 1980-1981. Hlutfallsleg stofnstærð (lífþyngd) ræningja er gefin til kynna með breidd súlna. Flatarmál súlna gefur því til kynna hlutfallslegt álag af völdunt afráns tiltekins ræningja. - The average weight percentage of prey groups in 1980-1981 for the different predator species. The relative size ofeach predator stock is indicated by the width of the respective columns. 114

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.