Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1985, Síða 18

Náttúrufræðingurinn - 1985, Síða 18
vægasti þátturinn, þegar að því kemur að gera líkan af fæðutengslum nytja- stofna á íslandsmiðum. Mikilvægustu fæðutengsl nytjastofna felast í tiltölu- lega fáum tegundum ræningja og bráð- ar. Afrán þorsks á loðnu, karfa, kol- munna, þorski og rækju og afrán ann- arra ræningja á loðnu og rækju svo og afrán skrápflúru á þorski virðist ná yfir markverðustu fæðutengslin. Það væri verðugt verkefni að þróa hentugt líkan til þess að meta vægi og áhrif þessara tengsla. Væri það mark- vert skref á sviði hafrannsókna og stjórnar fiskveiða hér á landi. HELSTU NIÐURSTÖÐUR Loðna er langmikilvægasta fæða þorsks við ísland, og má gera ráð fyrir að hlutur hennar í heildarfæðu þorsk- stofnsins nemi 30—40%. Fæðunám þorsksins er þó breytilegt eftir árum, árstíma og svæðum. Auk loðnu er karfi aðalfæða þorsks að vetrarlagi, en kolmunni og ljósáta á sumrin. Svæðis- bundnar breytingar í fæðu þorsks eru mestar á rækju og ljósátu auk karfa og kolmunna. Fæða þorsks er mjög breytileg eftir lengd hans, og breytist frá svifdýrum, botndýrum og rækju hjá minni þorski yfir í uppsjávarfiska og botnlæga fiska með vaxandi lengd þorsksins. Sambandinu milli lengdar þorsks og meðalfæðumagns í maga má lýsa með veldisjöfnu. Árstímabreytingar virðast ekki áberandi í þessu tilliti. Sjálfrán á sér einkum stað í byrjun vetrar hjá þorski, og er mest áberandi hjá stærsta þorskinum. Sjálfránið beinist einkum að tveggja ára og yngri þorski. Ýmis botndýr, einkum burstaorm- ar, slöngustjörnur og önnur skrápdýr, eru aðalfæða ýsu við ísland. Ljósáta og önnur svifdýr eru mikilvægari sem fæða fyrir smærri ýsu. Stundum er fisk- bráð, t. d. loðna, talsverður hluti fæð- unnar hjá stærstu ýsunni. Fæðunám ufsa gefur sterklega til kynna að hann haldi sig einkum upp- sævis, þar sem ljósáta er aðalfæða ung- viðisins, en loðna og smokkfiskur að- alfæða stærri ufsa. Fæða steinbíts einkennist af sérhæf- ingu á ýmsu harðmeti botndýrafán- unnar, einkum slöngustjörnum. í fæðu karfa er dýrasvif yfirgnæf- andi, sér í lagi ljósáta, en einnig eru krabbaflær áberandi í fæðu ungviðis- ins. Slöngustjörnur eru kjörfæða skráp- flúru við ísland, einkum fyrir stærri fiskinn og er hlutdeild þeirra og ann- arra botndýra yfirgnæfandi í öllum lengdarflokkum. Um þriðjungur fæð- unnar er dýrasvif og fiskbráð, einkum þorskur (seiði) og loðna. I fæðu skarkola ber mest á bursta- ormum og samlokum. í vistfræðilegu tilliti má flokka þær fisktegundir, sem hér hefur verið fjall- að um, í þrennt: Karfi og ufsi eru upp- sjávarfiskar, sem lifa einkum á dýra- svifi eða uppsjávarfiskum. Ýsa, steinbítur, skrápflúra og skarkoli eru fyrst og fremst botndýraætur, en éta þó stundum fiskbráð. Fæða þorsks er hins vegar fyrst og fremst fiskbráð, einkum uppsjávarfiskar. Sérstaða þorsks með tilliti til afráns er þó mun víðtækari. Þorskstofninn er ekki aðeins langstærstur botnlægra fiskstofna við ísland, heldur beinist afrán hans á fiski einkum að nytja- stofnum á íslandsmiðum og á alþjóð- legum hafsvæðum. Af þessu leiðir að afrán þorskstofnsins er ekki aðeins mjög athyglisvert í vistfræðilegu tilliti, heldur einnig mikilvægt í efnahagslegu samhengi. 116

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.