Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 29

Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 29
5. mynd. Landselir á skerjum í Hindisvík - Common seals in Hindisvík. (Ljósm. / photo Erlingur Hauksson). þurru. / öðru lagi: Tímasetning taln- ingarn. t. t. þess árstíma er flestir selir halda sig við Iand og á þurru. íþriðja lagi: Mannlegir þættir, svo sem að telj- endum sést yfir sum dýr á landi og stóran hluta þeirra sela, sem eru í sjó við landið þegar talið er. ífjórða lagi: Veðurfar. Heppilegur talningatími samkvæmt niðurstöðum þessarar könnunar er 1,5 klst. fyrir og eftir háfjöru. Á þessu tímabili er yfir 75% sela á þurru, mið- að við hámarksfjölda dýra á landi. Þetta gefur möguleika á aðeins 3 klst. talningalotu um hverja fjöru, svo framarlega að bjart sé. Hugsanlega eitthvað meir, þegar mögulegt er að nýta báðar fjörur sólarhringsins að öllu eða einhverju leyti. Með því að einskorða talningu við þetta tímabil og margfalda talningagildi með viðkom- andi leiðréttingarstuðlum (tafla 4), er kleift að afla nokkuð sambærilegra gagna um selafjölda á hverjum stað og gefið er að aðrir þættir, sem nefndir eru að ofan, séu sambærilegir. Árangursríkast er að miða talningu við þann tíma ársins er landselir eru bundnir þurrlendinu hvað mest, þ. e. a. s. á kæpingar- og hárlostíma. Hér við land fer kæpingin fram á tíma- bilinu frá miðjum maí til júní. Eftir kópauppeldi fer landselurinn úr hár- um og makar sig (Bonner 1972; Sól- mundur T. Einarsson 1978). Hentug- asti tíminn til talninga hér við land, er því líklega um mánaðamótin júlí- ágúst. Það er mikilvægt að telja fyrir fengitíma, því skömmu eftir að honum lýkur, fækkar þeim selum verulega, sem halda til við látrin (Fancher 1982). Mannlega þáttinn er hægt að leið- rétta með framkvæmd tilrauna til þess að afla upplýsinga um það, hvort taln- 127

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.