Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 37

Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 37
3. mynd. Dreifing fléttunnar Lobaria laetevirens í Evrópu. - The distribution of Lobaria laetevirens in Europe. (Breytt fráJredrawn from Degelius 1935). (PD—, K-, C- og KC—). Fléttunni L. laetevirens var fyrst lýst 1777 frá Skotlandi og ári seinna á Eng- landi. í Svíþjóð er hennar fyrst getið 1784, en elsta eintakið, sem þar er til í safni, er frá 1781. Árið 1794 fannst hún í Danmörku en ekki fyrr en 1826 í Noregi og 1870 í Færeyjum. Hún vex ekki í Finnlandi. Á öðrum stöðum í Evrópu vex flétt- an hér og hvar og er hvergi mjög al- geng nema helst á Bretaníuskaga og í Normandí (sjá 3. mynd). Utan Evrópu er tegundin fremur sjaldgæf og vex hvergi nema á strjálingi. Hún vex í Afríku og Asíu, en ekki í Ástralíu og vafi leikur á því, hvort hún vaxi í Ame- ríku. Talið er, að henni sé ruglað þar saman við aðra, nauðalíka tegund. Lambafitjarhraun á Landmannaaf- rétti, þar sem fléttan óx, rann árið 1913, þegar gaus úr fjögurra kílómetra langri sprungu, sem teygir sig í norð- austur frá Krókagiljabrún yfir Hellis- kvísl og Hrafnabjargaöldu að mó- bergsási vestan undir Hrafnabjörgum. Undir Krókagiljabrún stíflaði hraunflóðið Helliskvísl. Á fáum árum þétti framburður árinnar hraunhaftið, svo að áin komst þar yfir(Guðmundur Kjartansson 1946). Á þessum stað er Lambafitjarhraun mjög orpið sandi og vikri á breiðu svæði, en stakir hraunhólar standa upp 135

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.