Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 43
J
1 mm
1. mynd. Húsamaur Hypoponera punctatissima, vængjuð drottning. - Hypoponera
punctatissima, a winged queen.
tímum árs. Er þá um að ræða vængj-
aða maura, þ.e. nýklaktar drottning-
ar. Sunnar í Evrópu koma nýju drottn-
ingarnar fram í júlí og ágúst (Larsson
1943). Hér á landi lifir húsamaurinn
við nokkuð stöðug skilyrði allt árið.
Nýjar drottningar klekjast því á öllum
tímum árs. Mauranna gætir þó mest
frá vori og fram á haust, en á þeim
tíma hafa flestar kvartanir borist okk-
ur (2. mynd).
Hlutverk nýju drottninganna er að
annast dreifingu tegundarinnar. Þær
yfirgefa búin sem ólu þær, til að stofna
ný bú. En fyrst verða þær að frjóvgast.
Við höfum ekki fundið neinar upplýs-
ingar um það, hvar frjóvgunin fer fram
hjá húsamaurunum. Þó er vart um
marga möguleika að ræða. Hjá fé-
lagsskordýrum hagar að öllu jöfnu
þannig til, að nýjar drottningar yfir-
gefa búin fljótlega eftir að þær klekjast
til að forðast það, að frjóvgun eigi sér
stað á milli systkina. Maurar eru yfir-
leitt vængjalausir, en til að auðvelda
dreifingu nýju drottninganna hafa þær
141