Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 44
1. tafla. Fundarstaðir húsamaurs á íslandi ásantt fjölda húsa og fyrsta fundartíma á
hverjum stað fram til ársloka 1984 (skv. greiningu Petersens (1956) og greiningum á
Tilraunastöðinni að Keldum, Náttúrufræðistofnun íslands og Náttúrugripasafninu á
Akureyri). - Localities in Iceland where Hypoponera punctatissima has been recorded.
Staðir Localities Fjöldi húsa No of houses Fundinn fyrst First found
Borgarfjörður 1 fyrirIbefore 1956
Reykjavík 44 1974
Selfoss 4 1975
Hafnarfjörður 4 1977
Garðabær 3 1978
Akureyri 8 1979
Keflavík 2 1979
Kópavogur 2 1982
Dalvík 1 1983
Hveragerði 1 1983
Seltjarnarnes 1 1983
Sauðárkrókur 1 1984
Siglufjörður 1 1984
vængi, sem þær síðan bíta af sér eftir
að frjóvgun hefur farið fram, eins og
áður var getið.
Þeir maurar, sem fólk verður vart
við, eru undantekningalítið vængjaðir.
Er því um að ræða nýklaktar drottn-
ingar, sem eru að dreifa sér burt frá
uppeldisstöðvunum. Þær hafa enn
ekki frjóvgast. Karldýrin eru, eins og
fyrr var getið, vængjalaus og hafa lítil
augu. Það má því líklegt telja, að þau
séu lítt gefin fyrir ferðalög. Af þessu
má ráða, að ófrjóvgaðar drottningar
verði að leita uppi bú með karldýrum
til að verða frjóvgaðar. Að því marki
náðu er annað hvort um það að ræða,
að þær setjist að í því búi og leysi eldri
drottningu (eða drottningar) af hólmi
eða skríði burt og myndi nýtt bú ann-
ars staðar.
Eins og fyrr getur er það algengast,
að húsamaurarnir taki sér bólfestu í
húsgrunnum hér á landi. Þær drottn-
ingar, sem koma upp í íbúðirnar, eru
ekki líklegar til frekari dáða, þar sem
litlar líkur eru til þess, að þær nái að
frjóvgast. Aðrar drottningar koma
aldrei upp og ná því e.t.v. að finna sér
maka niðri í grunninum. Líklegt er, að
búunum þar fjölgi smám saman. Þess
var áður getið, að á hverjum stað verð-
ur mauranna venjulega aðeins vart í
skamman tíma á ári hverju. 1 þeim
tilfellum er sennilega um eitt eða örfá
bú að ræða. Ef maurarnir eru tíðari
gestir er líklegt, að mörg bú geti verið
til staðar, sem framleiða nýjar drottn-
ingar á mismunandi tímum árs.
Dreifing mauranna getur eflaust far-
ið fram á margan hátt. Sennilega bíta
drottningarnar af sér vængina strax að
lokinni frjóvgun, þannig að þeir nýtast
væntanlega ekki til frekari dreifingar.
Helst má hugsa sér þrjár dreifingar-
leiðir, og er þá fyrst og fremst tekið
mið af aðstæðum í Reykjavík.
í fyrsta lagi er ljóst, að húsa-
maurarnir koma helst upp í eldri hús-
um, þar sem skólplagnir eru farnar að
gefa sig. Einnig hefur þeirra orðið vart
í nýrri húsum, þar sem húsgrunnar
hafa sigið. Á 3. mynd má sjá þekkta
142