Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1986, Blaðsíða 40

Náttúrufræðingurinn - 1986, Blaðsíða 40
þúsundustu úr millimetra í þvermál (1. mynd). Þessi bakteríufruma er um 2000 sinnum minni en meðalstór fruma í mannslíkamanum. Bakteríu- fruman er umlukin þykkum, sterkum vegg, sem er settur saman úr fremur gisnu neti stórsameinda. Innan veggj- arins er örþunnt hýði eða himna sem gerð er úr prótínum og fitusam- eindum. Himnan ræður ferð sameinda inn í frumuna og út úr henni. Hún er gegndræp fyrir sumar lífrænar sam- eindir en heldur öðrum. Öll næringar- efni frumunnar verða að fara í gegnum þessa himnu. Innflutningur sumra bestu næringarefnanna, t. d. þrúgu- sykurs og mjólkursykurs, er hvataður af sérstökum prótínum sem sitja í himnunni. Næringarþarfir þessarar bakteríu eru einfaldar. Hún þrífst ágætlega á ólífrænum söltum og þrúgusykri. Önn- ur lífræn næringarefni en sykurinn þarf hún ekki, því líkt og sveppurinn Neurospora getur hún sjálf búið til allar þær lífrænar sameindir sem nauð- synlegar eru fyrir lífsstarfsemina. Sé hins vegar gagnlegum lífrænum efnum eins og t. d. amínósýrum bætt í ætið, þá gleypir bakterían við þeim og spar- ar sér það efni og þá orku sem það hefði annars kostað hana að búa þær til sjálf. Bakterían nærist og vex og skiptir sér loks í tvær álíka stórar frum- ur. Þær vaxa og skipta sér báðar í tvær frumur og þannig koll af kolli. Þegar nóg er að bíta og brenna eru ekki nema um 20 mínútur á milli frumu- skiptinga. Ein baktería getur því eignast milljón afkomendur á aðeins 7 klukkustundum. Og bakteríurnar halda áfram að skipta sér á meðan aðstæður leyfa. í vökvarækt geta að lokum verið nokkrir milljarðar bakt- ería í hverjum millilítra. Menn geta síðan skemmt sér við að reikna, hve margar bakteríurnar yrðu og hve mik- ið færi fyrir þeim, ef þær fengju að fjölga sér viðstöðulaust með þessum hraða í svo sem tvo sólarhringa. En það er m. a. þessi mikli vaxtarhraði sem gerir bakteríurnar hentugar til ýmiss konar líffræðilegra rannsókna. Ljóst er að þessar litlu lífverur eru geysilega afkastamiklar við að breyta einföldum næringarefnum sínum í þau efni sem þær nota til viðhalds síns eigin skipulags, til vaxtar og til fjölg- unar. Þekking manna á efnaskiptum bakteríufrumunnar er nú orðin býsna mikil. Eftir því sem menn vita best framleiðir fyrrnefnd baktería á annað þúsund tegundir prótína. Flest prótín- anna eru ensím sem annast smíð smárra og stórra sameinda, um- breytingar á sameindum o. s. frv. En prótín eru líka notuð sem bygging- arefni í frumunni, til flutnings á sam- eindum inn í frumuna og til þess að stjórna starfsemi erfðaefnisins. Hvert prótín hefur sérstöku hlutverki að gegna. Hinn mikli fjöldi prótína sem starfar í bakteríufrumu er því öruggt merki um fjölbreytilega starfsemi hennar. Nú eru prótín mjög stórar sameindir. Flest þeirra eru sett saman úr nokkur hundruð amínósýrum. Samt getur bakteríufruma í örum vexti búið til um 2000 prótínsameindir á sekúndu. ERFÐAFRÆÐI BAKTERÍA Öll eru þessi prótín mynduð eftir boðum erfðaefnisins. Flest gen erfða- efnisins bera einmitt boð um amínó- sýruröð prótína. En erfðaefnið ber einnig fjölmörg önnur mikilvæg boð á milli kynslóða. Erfðaefnið verður í raun að geyma boð eða forskfift að gerð nýrrar bakteríu. Erfðaboðunum er öllum komið fyrir í einum tvoföld- um, hringlaga DNA-þræði sem er um 1 mm á lengd eða um 500 sinnum 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.