Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1986, Blaðsíða 34

Náttúrufræðingurinn - 1986, Blaðsíða 34
þús. dýr. Samanburður á þeirra stofn- stærðarmati við það sem byggir á beinni talningu landsela á þurru er erfiður, því um óskyldar aðferðir er að ræða. Að mínum dómi er stofnstærð- arákvörðun með beinni talningu ör- uggari aðferð, þrátt fyrir vankanta. Kópaveiði er að verulegu leyti háð heimsmarkaðsverði á skinnum (Teitur Arnlaugsson, 1973), því veitir hún ekki ein sér né breytingar á henni, upplýsingar um stofnstærðarbreyting- ar. Auk þess krefst hún þess að heimfærð sé upp á íslenska landsels- stofninn gildi frá öðrum selastofnum um kynþroskaaldur urta, hlutfall kynja hjá kópum, náttúrulega dánar- tölu, meðalfjölda kæpinga hjá urtum á ævinni og meðalfjölda fullorðinna sela að baki hvers kóps sem fæðist (Sól- mundurT. Einarsson 1978). Einnig er tekin inn í dæmið meðalveiði vorkópa yfir tímabilið 1962—1978. Það er því hætta á, að stofnstærð landsela sem reiknuð er út á þennan hátt, segi meira til um þá stofnstærð sem gefur af sér jafnstöðuafla vorkópa á þessu tíma- bili, en hina raunverulegu stofnstærð landsels árið 1978. Hvað þá á síðustu árum, er vorkópaveiðar hafa dregist saman um helming eða meira, nær einungis vegna verðfalls á skinnunt en ekki vegna fækkunar í la.ndselsstofnio- um. Vísitala um stofnstærð út frá beinni talningu dýra er ekki þessu marki brennd. Talning framkvæmd á sambærilegan hátt í hvert sinn ætti að veita upplýsingar um stofnstærðina það ár sem talið er, og stofnstærðar- breytingar, ef einhverjar eru, koma fram við samanburð á nrilli talninga. ÞAKKIR Sérstakar þakkir vil ég færa Guðmundi S. Jónssyni, rannsóknamanni fyrir ómetan- lega hjálp við selatalningu og myndatöku, og Geir Reynissyni flugmanni, sem veitti mikilvæga aðstoð við talningu og sýndi afburða flugstjórnarhæfileika við hin erfið- ustu skilyrði. Einnig Ásbirni Dagbjartssyni líffræðingi, sem sá um talningu á landi og aðstoðaði auk þess við talningar úr flugvél. Talning landsels hér við land var gerð á vegum Hringormanefndar og kostuð af Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, Sölusam- bandi ísl. fiskframleiðenda, Sjávaraf- urðadeild Sambands ísl. samvinnufélaga, Coldwater Seafood Corporation og Ice- landic Seafood Corporation. HEIMILDIR Arnþór Garðarsson. 1973. Fuglastofnar og selir á Breiðafirði. - Bráðabirgða- skýrsla í október 1973. Náttúrufræði- stofnun íslands, Reykjavík: 26 bls. Arnþór Garðarsson. 1976. Könnun á fjölda og útbreiðslu sela við Norður- land. - Fjölrituð skýrsla. Líffræðistofn- un Háskólans, Reykjavík: 5 bls. Arnþór Garðarsson. 1977. Selatalning úr lofti í september 1977. — Fjölrituð skýrsla. Líffræðistofnun Háskólans, Reykjavík: 5 bls. Bjarni Sæmundsson. 1932. íslensk dýr II. Spendýr. — Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar, Reykjavík: 437 bls. Björn Gunnlaugsson. 1977. Skýrsla um selatalningu á Vestfjörðum og Strönd- um í júní og júlí 1977. - Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins og Líf- fræðistofnun Háskólans, Reykjavík: 9 bls. Boulva J. & I.A. Mc. Laren. 1979. Bio- logy of the Harbor Seal Phoca vitulina in Eastern Canada. - Bull. Fish. Res. Bd. Canada 250: 1—25. Caughley, G. 1977. Analysis of vertebrate populations. - John Wiley & Sons, New York: 234 bls. Eberhardt, L.L., D.G. Chapman & Gil- bert. 1979. A Review of Marine Mam- mal Census Methods. Wildlife Mono- graphs 63. — The Wildlife Society, Inc. Washington D.C.: 46 bls. Erlingur Hauksson 1980a. Selatalning 1980. — Bráðabirgðaskýrsla, Rann- 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.