Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1986, Blaðsíða 48

Náttúrufræðingurinn - 1986, Blaðsíða 48
heldur einnig á flestum öðrum sviðum frumurannsókna. Að sjálfsögðu má einnig nota þessar öflugu aðferðir til rannsókna á genum bakteríanna sjálfra. Á Líffræðistofnun háskólans er til dæmis unnið með þessum hætti að einangrun og greiningu á ákveðnum bakteríu- genum. FRAMANDI GEN í BAKTERÍUFRUMUM Það hefur reynst nokkrum vand- kvæðum bundið að fá gen dýra og- plantna til að starfa eðlilega í bakteríu- frumum. Þessi vandi hefur þó verið leystur og bakteríur gabbaðar til að framleiða prótín sem þeim eru alger- lega framandi og þær hafa engin not fyrir. Og þær geta orðið afkastamiklar við framleiðslustörfin, þótt um fram- andi prótín sé að ræða. Þannig hafa verið útbúnir bakteríu- stofnar sem framleiða prótín-hormón- ið insúlín, aðrir sem framleiða vaxtar- hormón mannsins og enn aðrir sem framleiða ýmsar gerðir „interferona". Það er ekki tilviljun að einmitt þessi prótín voru meðal fyrstu dýraprótín- anna sem tókst að fá bakteríur til að framleiða. Þetta eru verðmæt prótín og verksmiðjuvinnsla þeirra úr bakter- íum er þegar hafin. Einnig er hafinn undirbúningur að framleiðslu fjöl- margra annarra prótína með þessum hætti. Mörg þessara prótína hafa hing- að til verið unnin með ærinni fyrirhöfn úr vefjum dýra eða plantna líkt og vaxtarhormónið og „interferonin“. Einnig kemur til greina að beita þess- um aðferðum við framleiðslu á ýmsum öðrum verðmætum Iífefnum, t. d. sterahormónum og fúkkalyfjum. Varla þarf að efa að hin nýja erfða- tækni mun valda stórfelldum breyting- um á sviði lífefnaiðnaðar. Einnig er ráðgert að nota hinar nýju aðferðir við kynbætur á plöntum og dýrum. Eins og oft vill verða með hagnýtar rannsóknaraðferðir má rekja upphaf hinnar nýju erfðatækni til rannsókna sem enga hagnýtingu höfðu að mark- miði. Flagnýtingin var í raun óvæntur á- bati af rannsóknum, sem aðeins höfðu miðað að því að varpa ljósi á ákveðna eiginleika erfðaefnisins. En það sem mestu máli skiptir er hið mikla gagn sem þessi nýja tækni gerir undirstöðurann- sóknum í erfðafræði og ýmsum öðrum greinum líffræðinnar. Slíkar rannsókn- ir eru og forsenda allrar umtalsverðrar hagnýtingar. Þannig hafa rannsóknir á erfðum ör- vera þróast á 40 árum. NOKKRAR ALMENNAR HEIM- ILDIR UM ERFÐIR ÖRVERA Glass, R.E. 1982. Gene function. E. coli. and its heritable elements. - Croom Helm, London. Goodenough, U. 1984. Genetics, 3. útg. — Saunders College Publishing, Phila- delphia. Ingraham, J.L., O. Maalöe & F.C. Neidhardt. 1983. Growth of the bacte- rial cell. — Sinauer Associates, Inc. Publishers, Sunderland, Massa- chusetts. Lewin, B. 1985. Genes. 2. útg. — John Wiley & Sons, New York. Stent, G.S. & C.R. Calendar. 1979. Molecular genetics, 2. útg. - W.H. Freeman and Company, San Francisco. Guömundur Eggertsson Líffrœðistofnun háskólans Grensásvegur 12 108 Reykjavík 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.