Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1986, Blaðsíða 9

Náttúrufræðingurinn - 1986, Blaðsíða 9
mundsson 1965). Þótt Þingvalla- hraunið sé úr gossprungu er það dæmi- gert helluhraun (dyngjuhraun), beltað og tuga metra þykkt, eins og best sést í veggjum Almannagjár. Á undanförnum árum hafa margvís- legar jarðfræðilegar og jarðeðlisfræði- legar athuganir verið gerðar á Þing- vallasprungunum, og verður helstu niðurstöðum lýst hér á eftir. Megin- efni greinarinnar eru þó mælingar sem höfundur gerði á nokkrum af stærri sprungunum sumarið 1981 og tilgátur um myndun og þróun þeirra. FYRRI RANNSÓKNIR Þingvallasprungurnar hafa verið kannaðar bæði jarðfræðilega og jarð- eðlisfræðilega á síðustu áratugum, og er rétt að geta hér helstu rann- sóknanna. Þegar árið 1938 var gerð ítarleg könnun á Þingvallasprungunum, sem meðal annars fól í sér mælingu á saman- lagðri vídd sprungna í tilteknu sniði (Bernauer 1943). Bernauer og félagar gengu yfir Þingvalladældina milli Al- mannagjár og Heiðargjár (2. mynd) og mældu vídd hverrar sprungu sem þeir rákust á. Niðurstaðan var sú að vesturhluti dældarinnar, 1310 m breiður, hefði gliðnað um 41,2 m, en austurhlutinn, 2150 m breiður, hefði gliðnað um 33,85 m. Engin sprunga reyndist vera í 2,7 km breiðum mið- hluta dældarinnar. Heildargliðnun 6160 m mælisniðs yfir Þingvalladæld- ina reyndist því um 75 m, sem jafngild- ir 1,25%. Kristján Sæmundsson (1965, 1967) kortlagði helstu sprungur Þingvalla sem hluta af kortlagningu Hengilsvæð- isins. í grein Kristjáns frá 1965 er yfir- lit yfir allar fyrri rannsóknir á Þing- völlum, og vísast í það yfirlit um rann- sóknir eldri en Bernauers (1943). Þrír rannsóknarhópar hafa á síðustu árum reynt að mæla hraða gliðnunar á Þingvöllum. Þýskur hópur mældi 1967 og 1971, en fann enga marktæka gliðn- un eða samþjöppun á því tímabili (Gerke 1974). Bandarísk-íslenskur hópur mældi 1967, 1970 og 1973, og reyndist gliðnunarhraðinn 3 mm á ári tímabilið 1967—1973 (Decker o. fl. 1976). Hópurinn reyndi einnig að mæla hreyfingu samsíða Almannagjá, þ. e. hliðarhreyfingu, en engin fannst. Niðurstöðurnar sýna að láréttar hreyf- ingar á Þingvallasvæðinu eru óreglu- legar; svæðið næst Almannagjá þjapp- ast saman en svæðið næst Hrafnagjá (2. mynd) gliðnar, þannig að lokanið- urstaðan er gliðnun um 2 cm á ofan- greindu tímabili. Enskur hópur mældi 1968-1972, 1977 og 1979. Niðurstöð- urnar benda til gliðnunar í stefnu þvert á sprungustefnuna, að meðaltali um 3 mm á ári á tímabilinu 1970—1979 (Brander o. fl. 1976, R.G. Mason, munnlegar upplýsingar, 1981). Eysteinn Tryggvason (1974) hefur mælt lóðrétta færslu eða sig á Þing- 1. mynd. Hengilsprunguþyrpingin. H = Hengill, LT = Þingvallavatn. 1 = jarðsprunga, 2 = siggengi, 3 = gossprunga, 4 = strik og halli hrauna, 5 = nútímahraun, 6 = hraun, móberg eða setlög frá kvarter (ísöld). — The Hengill fissure swarm, a parl ofwhich is the Thingvellir fissure swarm. H = Hengill volcano, LT = Lake Thingvallavatn, 1 = tectonic fissure, 2 = normal fault, 3 = volcanicfissure, 4 = strike and dip, 5 = Holocene lavas, 6 = Pleistocene rocks (lavas and hyaloclastites) or alluvium. Based on a map by Kristján Sœmundsson and Sigmundur Einarsson (1980). 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.