Náttúrufræðingurinn - 1986, Blaðsíða 9
mundsson 1965). Þótt Þingvalla-
hraunið sé úr gossprungu er það dæmi-
gert helluhraun (dyngjuhraun), beltað
og tuga metra þykkt, eins og best sést í
veggjum Almannagjár.
Á undanförnum árum hafa margvís-
legar jarðfræðilegar og jarðeðlisfræði-
legar athuganir verið gerðar á Þing-
vallasprungunum, og verður helstu
niðurstöðum lýst hér á eftir. Megin-
efni greinarinnar eru þó mælingar sem
höfundur gerði á nokkrum af stærri
sprungunum sumarið 1981 og tilgátur
um myndun og þróun þeirra.
FYRRI RANNSÓKNIR
Þingvallasprungurnar hafa verið
kannaðar bæði jarðfræðilega og jarð-
eðlisfræðilega á síðustu áratugum, og
er rétt að geta hér helstu rann-
sóknanna.
Þegar árið 1938 var gerð ítarleg
könnun á Þingvallasprungunum, sem
meðal annars fól í sér mælingu á saman-
lagðri vídd sprungna í tilteknu sniði
(Bernauer 1943). Bernauer og félagar
gengu yfir Þingvalladældina milli Al-
mannagjár og Heiðargjár (2. mynd)
og mældu vídd hverrar sprungu sem
þeir rákust á. Niðurstaðan var sú að
vesturhluti dældarinnar, 1310 m
breiður, hefði gliðnað um 41,2 m, en
austurhlutinn, 2150 m breiður, hefði
gliðnað um 33,85 m. Engin sprunga
reyndist vera í 2,7 km breiðum mið-
hluta dældarinnar. Heildargliðnun
6160 m mælisniðs yfir Þingvalladæld-
ina reyndist því um 75 m, sem jafngild-
ir 1,25%.
Kristján Sæmundsson (1965, 1967)
kortlagði helstu sprungur Þingvalla
sem hluta af kortlagningu Hengilsvæð-
isins. í grein Kristjáns frá 1965 er yfir-
lit yfir allar fyrri rannsóknir á Þing-
völlum, og vísast í það yfirlit um rann-
sóknir eldri en Bernauers (1943).
Þrír rannsóknarhópar hafa á síðustu
árum reynt að mæla hraða gliðnunar á
Þingvöllum. Þýskur hópur mældi 1967
og 1971, en fann enga marktæka gliðn-
un eða samþjöppun á því tímabili
(Gerke 1974). Bandarísk-íslenskur
hópur mældi 1967, 1970 og 1973, og
reyndist gliðnunarhraðinn 3 mm á ári
tímabilið 1967—1973 (Decker o. fl.
1976). Hópurinn reyndi einnig að
mæla hreyfingu samsíða Almannagjá,
þ. e. hliðarhreyfingu, en engin fannst.
Niðurstöðurnar sýna að láréttar hreyf-
ingar á Þingvallasvæðinu eru óreglu-
legar; svæðið næst Almannagjá þjapp-
ast saman en svæðið næst Hrafnagjá
(2. mynd) gliðnar, þannig að lokanið-
urstaðan er gliðnun um 2 cm á ofan-
greindu tímabili. Enskur hópur mældi
1968-1972, 1977 og 1979. Niðurstöð-
urnar benda til gliðnunar í stefnu þvert
á sprungustefnuna, að meðaltali um 3
mm á ári á tímabilinu 1970—1979
(Brander o. fl. 1976, R.G. Mason,
munnlegar upplýsingar, 1981).
Eysteinn Tryggvason (1974) hefur
mælt lóðrétta færslu eða sig á Þing-
1. mynd. Hengilsprunguþyrpingin. H = Hengill, LT = Þingvallavatn. 1 = jarðsprunga, 2
= siggengi, 3 = gossprunga, 4 = strik og halli hrauna, 5 = nútímahraun, 6 = hraun,
móberg eða setlög frá kvarter (ísöld). — The Hengill fissure swarm, a parl ofwhich is the
Thingvellir fissure swarm. H = Hengill volcano, LT = Lake Thingvallavatn, 1 = tectonic
fissure, 2 = normal fault, 3 = volcanicfissure, 4 = strike and dip, 5 = Holocene lavas, 6 =
Pleistocene rocks (lavas and hyaloclastites) or alluvium. Based on a map by Kristján
Sœmundsson and Sigmundur Einarsson (1980).
3