Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1986, Blaðsíða 44

Náttúrufræðingurinn - 1986, Blaðsíða 44
þetta sem gerðist þegar alefna bakterí- ur komu fram í blandaðri rækt stökk- breyttra, vanefna stofna. F-ÞÁTTUR OG HFR STOFNAR Eftir nokkrar rannsóknir komust menn að því að hæfileiki F+ frumna til að flytja erfðaefni til F~ frumna ræðst af lítilli DNA-sameind sem hefur tals- vert sjálfstæði innan bakteríufrum- unnar. Þessi DNA-sameind er hring- laga. Vegna hlutverks síns er hún nefnd frjósemisþáttur eða F-þáttur. Á F-þættinum eru allmörg gen. Sum þeirra ráða gerð þeirra prótína sem nauðsynleg eru fyrir tengingu F+ og F frumna og flutning erfðaefnis. Sjálfur flyst F-þátturinn auðveldlega úr F4 frumu yfir í F_ frumu, en hitt er miklu sjaldgæfara, að hann taki hluta bakteríulitningsins sjálfs með sér. F~ fruma sem tekur við F-þætti verður um leið að F+ frumu. í venjulegum F+ stofnum er DNA- sameind F-þáttarins ekki í tengslum við litning bakteríunnar. Hins vegar getur komið fyrir, þótt sjaldan sé, að F-þátturinn skjóti sér inn í bakteríu- litninginn og verði hluti af honum. Bakteríustofnar sem þannig er komið fyrir eru miklu gjöfulli á erfðaefni sitt en venjulegir F+ stofnar. Slíkir stofnar eru nefndir Hfr stofnar. (Hfr er skammstöfun á „high frequency of re- combination"). Flutningstíðni gena getur verið a. m. k. tíu þúsund sinnum meiri í blöndu Hfr og F“ stofna heldur en í blöndu F+ og F“ stofna. Erfða- fræðingar höfðu unnið að rannsóknum á F+ og F“ stofnum í nokkur ár áður en þeir uppgötvuðu og notfærðu sér Hfr stofnana. Það voru frönsku líffræðingarnir Frangois Jacob og Elie Wollman, sem voru fyrstir til að átta sig á eðli Hfr stofna. Rannsóknir þeirra leiddu fljótlega í ljós, að Hfr stofn flytur bakteríugenin á mjög reglubundinn hátt. Flutningurinn hefst á F-þættinum sjálfum. Hluti af honum fer fremstur inn í F“ frumuna, en á eftir koma bakteríugenin eitt af öðru í ákveðinni röð. Hinn langi mjóslegni litningur Hfr bakteríunnar er þannig fluttur með jöfnum hraða inn í F_ frumuna. Að vísu rofnar litningurinn oft áður en tekist hefur að flytja hann allan, en þegar vel tekst til kemst hann allur á leiðarenda ásamt því sem vantaði á F- þáttinn. Það tekur um 100 mínútur að flytja allan litninginn, en eins og fyrr var sagt er hann 500 sinnum lengri en bakteríufruman. Hann er hringlaga, en hringurinn opnast með vissum hætti þegar flutningur erfðaefnis hefst. Hfr stofnar geta verið mismunandi hvað varðar upphafspunkt flutnings á litningnum og flutningsstefnu gena. Þetta fer eftir því hvar og hvernig F- þátturinn hefur skotist inn í bakteríu- litninginn og tengst honum. Það hefur komið sér vel fyrir erfða- fræðinga að hafa yfir mismunandi Hfr stofnum að ráða, og hafa þessir stofn- ar auðveldað rnjög ýmsar rannsóknir á erfðum bakteríunnar. T. d. er hægt að ákvarða bæði röð gena og fjarlægðina á milli þeirra á bakteríulitningnum með því að fylgjast með því hve langan tíma það tekur að flytja þau úr Hfr frumum yfir í F_ frumur. Hafi t. d. komið í ljós að ákveðinn Hfr stofn flytur genið A á 5 mínútum, B á 7 mínútum, D á 12 mínútum og E á 25 mínútum, þá hefur bæði fengist vitn- eskja um röð genanna fjögurra og um hlutfallslegar fjarlægðir á milli þeirra. Nú er vitað hve mikið af DNA-þræði litningsins flyst á hverri mínútu. Það er um 1% af litningnum eða um 40 þús- und kirniseiningar. Það eru því um 80.000 slíkar einingar á milli genanna 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.