Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1986, Blaðsíða 33

Náttúrufræðingurinn - 1986, Blaðsíða 33
Stofnstœrð landsels hér við land Þrátt fyrir að flugtalning hafi sýnt sig að vera áreiðanlegri en talning sela á landi og samkvæmt fyrri reynslu höf- undar mun árangursríkari en talning frá skipum og bátum, gefa niðurstöður hennar samt sem áður lágmarksgildi á stofnstærð landsela hér við land. Nið- urstaða talninga úr lofti, leiðrétt með þeim þáttum, sem greint hefur verið frá hér að framan, gefur ekki raun- verulegt mat á stofnstærðinni, heldur er hún n. k. vísitala fyrir stofnstærð- ina. Þrátt fyrir að slík vísitala gefi ekki mat á raunverulegri stofnstærð, gerir hún kleift að henda reiður á stofnstærðarbreytingum, á milli þeirra ára sem talið er. Vísitölu stofnstærðar er mögulegt að nota að mörgu leyti á sama hátt og um raunverulega stofn- stærð væri að ræða í stofnfræðilegum útreikningum og einnig við mat á áhrifum stofnsins á búsvæðið, vöxt stofnsins, hlutfallslegri dreifingu stofnsins á milli svæða og svörun stofnsins við aðgerðum til verndar eða nýtingar hans (Caughley 1977). Yfir- leitt er slík vísitala tengd stofnstærð á eftirfarandi hátt: Stofnstærð = A+B • vísitala stofnstærðar þar sem A og B eru stuðlar sem lýsa þessu línulega sambandi. A er fjöldi dýra, sem eru í stofninum þegar vísi- talan hefur gildið núll. Hvað talningu landsela úr lofti áhrærir, mundi þetta vera sá fjöldi dýra í sjónum við landið, þegar enginn selur sést á þurru með þeim talningaraðferðum sem beitt er. Að öllum líkindum er hér um frekar lítinn fjölda sela að ræða og í reynd mætti líta á vísitöluna sem eitthvert fast hlutfall stofnstærðarinnar, þ. e. a. s. stofnstærðin er vísitalan margfölduð með stuðlinum B. Vanda- málið er því afmarkað við það að finna stærðina á stuðlinum B, sem er í raun hlutfallið stofnstærð/vísitala stofn- stærðar. Að finna stærð margföldunarstuð- ulsins á milli vísitölu stofnstærðar og hinnar raunverulegu stofnstærðar er ýmsum vandkvæðum háð. Til þess hafa verið reyndar merkingar landsels- kópa við strendur Bretlandseyja, í þeim tilgangi að áætla kópaframleiðslu og stofnstærðina sem stendur að baki hennar. Með þessari aðferð var stofn- inn metinn mun stærri en sá fjöldi sem sást á þurru við talningu þegar mest var, eða um 2,3 sinnum stærri (Sum- mers og Mountford 1975). Með því að fylgjast með þekkjanlegum einstakl- ingum hefur verið áætlað að landselir eyði að meðaltali 44% af hverjum sól- arhring á þurru, sem þýðir einnig að stærð B væri um 2,3 (Sullivan 1979; Pitcher og McAllister 1981). Sambæri- leg könnun á þessu, en með því að setja útvarpssenditæki á landseli við Kodiakeyju við Alaska sýndi, að að jafnaði væru 35% til 60% sela á þurru yfir sólarhringinn (Pitcher og McAll- ister 1981). Þetta þýðir að stærð marg- földunarstuðulsins B er á bilinu 1,7— 2,9, að meðaltali 2,1. Þetta bendir til þess að óhætt sé að tvöfalda þau gildi, sem fást við taln- ingu landsela úr lofti hér við land og stofnstærð landselsins hér 1980 sé a. m. k. um 30 þús. dýr (14.691 x 2,1 = 30.851), en hugsanlega um 45 þús. (21.430 x 2,1 = 45.003), en gæti verið á bilinu 33—55 þúsund dýr. Þetta er stofnstærð af sömu stærðargráðu og Teitur Arnlaugsson (1973) og Sól- mundur Einarsson (1978) áætla að landselsstofninn sé árin 1973 og 1978 á grundvelli upplýsinga um kópaveiði o. fl. Sá fyrrnefndi áætlaði stofninn 30—35 þús. dýr, en sá síðarnefndi 43 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.