Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1986, Page 33

Náttúrufræðingurinn - 1986, Page 33
Stofnstœrð landsels hér við land Þrátt fyrir að flugtalning hafi sýnt sig að vera áreiðanlegri en talning sela á landi og samkvæmt fyrri reynslu höf- undar mun árangursríkari en talning frá skipum og bátum, gefa niðurstöður hennar samt sem áður lágmarksgildi á stofnstærð landsela hér við land. Nið- urstaða talninga úr lofti, leiðrétt með þeim þáttum, sem greint hefur verið frá hér að framan, gefur ekki raun- verulegt mat á stofnstærðinni, heldur er hún n. k. vísitala fyrir stofnstærð- ina. Þrátt fyrir að slík vísitala gefi ekki mat á raunverulegri stofnstærð, gerir hún kleift að henda reiður á stofnstærðarbreytingum, á milli þeirra ára sem talið er. Vísitölu stofnstærðar er mögulegt að nota að mörgu leyti á sama hátt og um raunverulega stofn- stærð væri að ræða í stofnfræðilegum útreikningum og einnig við mat á áhrifum stofnsins á búsvæðið, vöxt stofnsins, hlutfallslegri dreifingu stofnsins á milli svæða og svörun stofnsins við aðgerðum til verndar eða nýtingar hans (Caughley 1977). Yfir- leitt er slík vísitala tengd stofnstærð á eftirfarandi hátt: Stofnstærð = A+B • vísitala stofnstærðar þar sem A og B eru stuðlar sem lýsa þessu línulega sambandi. A er fjöldi dýra, sem eru í stofninum þegar vísi- talan hefur gildið núll. Hvað talningu landsela úr lofti áhrærir, mundi þetta vera sá fjöldi dýra í sjónum við landið, þegar enginn selur sést á þurru með þeim talningaraðferðum sem beitt er. Að öllum líkindum er hér um frekar lítinn fjölda sela að ræða og í reynd mætti líta á vísitöluna sem eitthvert fast hlutfall stofnstærðarinnar, þ. e. a. s. stofnstærðin er vísitalan margfölduð með stuðlinum B. Vanda- málið er því afmarkað við það að finna stærðina á stuðlinum B, sem er í raun hlutfallið stofnstærð/vísitala stofn- stærðar. Að finna stærð margföldunarstuð- ulsins á milli vísitölu stofnstærðar og hinnar raunverulegu stofnstærðar er ýmsum vandkvæðum háð. Til þess hafa verið reyndar merkingar landsels- kópa við strendur Bretlandseyja, í þeim tilgangi að áætla kópaframleiðslu og stofnstærðina sem stendur að baki hennar. Með þessari aðferð var stofn- inn metinn mun stærri en sá fjöldi sem sást á þurru við talningu þegar mest var, eða um 2,3 sinnum stærri (Sum- mers og Mountford 1975). Með því að fylgjast með þekkjanlegum einstakl- ingum hefur verið áætlað að landselir eyði að meðaltali 44% af hverjum sól- arhring á þurru, sem þýðir einnig að stærð B væri um 2,3 (Sullivan 1979; Pitcher og McAllister 1981). Sambæri- leg könnun á þessu, en með því að setja útvarpssenditæki á landseli við Kodiakeyju við Alaska sýndi, að að jafnaði væru 35% til 60% sela á þurru yfir sólarhringinn (Pitcher og McAll- ister 1981). Þetta þýðir að stærð marg- földunarstuðulsins B er á bilinu 1,7— 2,9, að meðaltali 2,1. Þetta bendir til þess að óhætt sé að tvöfalda þau gildi, sem fást við taln- ingu landsela úr lofti hér við land og stofnstærð landselsins hér 1980 sé a. m. k. um 30 þús. dýr (14.691 x 2,1 = 30.851), en hugsanlega um 45 þús. (21.430 x 2,1 = 45.003), en gæti verið á bilinu 33—55 þúsund dýr. Þetta er stofnstærð af sömu stærðargráðu og Teitur Arnlaugsson (1973) og Sól- mundur Einarsson (1978) áætla að landselsstofninn sé árin 1973 og 1978 á grundvelli upplýsinga um kópaveiði o. fl. Sá fyrrnefndi áætlaði stofninn 30—35 þús. dýr, en sá síðarnefndi 43 27

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.