Náttúrufræðingurinn - 1986, Page 48
heldur einnig á flestum öðrum sviðum
frumurannsókna.
Að sjálfsögðu má einnig nota þessar
öflugu aðferðir til rannsókna á genum
bakteríanna sjálfra. Á Líffræðistofnun
háskólans er til dæmis unnið með
þessum hætti að einangrun og
greiningu á ákveðnum bakteríu-
genum.
FRAMANDI GEN
í BAKTERÍUFRUMUM
Það hefur reynst nokkrum vand-
kvæðum bundið að fá gen dýra og-
plantna til að starfa eðlilega í bakteríu-
frumum. Þessi vandi hefur þó verið
leystur og bakteríur gabbaðar til að
framleiða prótín sem þeim eru alger-
lega framandi og þær hafa engin not
fyrir. Og þær geta orðið afkastamiklar
við framleiðslustörfin, þótt um fram-
andi prótín sé að ræða.
Þannig hafa verið útbúnir bakteríu-
stofnar sem framleiða prótín-hormón-
ið insúlín, aðrir sem framleiða vaxtar-
hormón mannsins og enn aðrir sem
framleiða ýmsar gerðir „interferona".
Það er ekki tilviljun að einmitt þessi
prótín voru meðal fyrstu dýraprótín-
anna sem tókst að fá bakteríur til að
framleiða. Þetta eru verðmæt prótín
og verksmiðjuvinnsla þeirra úr bakter-
íum er þegar hafin. Einnig er hafinn
undirbúningur að framleiðslu fjöl-
margra annarra prótína með þessum
hætti. Mörg þessara prótína hafa hing-
að til verið unnin með ærinni fyrirhöfn
úr vefjum dýra eða plantna líkt og
vaxtarhormónið og „interferonin“.
Einnig kemur til greina að beita þess-
um aðferðum við framleiðslu á ýmsum
öðrum verðmætum Iífefnum, t. d.
sterahormónum og fúkkalyfjum.
Varla þarf að efa að hin nýja erfða-
tækni mun valda stórfelldum breyting-
um á sviði lífefnaiðnaðar. Einnig er
ráðgert að nota hinar nýju aðferðir við
kynbætur á plöntum og dýrum.
Eins og oft vill verða með hagnýtar
rannsóknaraðferðir má rekja upphaf
hinnar nýju erfðatækni til rannsókna
sem enga hagnýtingu höfðu að mark-
miði. Flagnýtingin var í raun óvæntur á-
bati af rannsóknum, sem aðeins höfðu
miðað að því að varpa ljósi á ákveðna
eiginleika erfðaefnisins. En það sem
mestu máli skiptir er hið mikla gagn sem
þessi nýja tækni gerir undirstöðurann-
sóknum í erfðafræði og ýmsum öðrum
greinum líffræðinnar. Slíkar rannsókn-
ir eru og forsenda allrar umtalsverðrar
hagnýtingar.
Þannig hafa rannsóknir á erfðum ör-
vera þróast á 40 árum.
NOKKRAR ALMENNAR HEIM-
ILDIR UM ERFÐIR ÖRVERA
Glass, R.E. 1982. Gene function. E. coli.
and its heritable elements. - Croom
Helm, London.
Goodenough, U. 1984. Genetics, 3. útg. —
Saunders College Publishing, Phila-
delphia.
Ingraham, J.L., O. Maalöe & F.C.
Neidhardt. 1983. Growth of the bacte-
rial cell. — Sinauer Associates, Inc.
Publishers, Sunderland, Massa-
chusetts.
Lewin, B. 1985. Genes. 2. útg. — John
Wiley & Sons, New York.
Stent, G.S. & C.R. Calendar. 1979.
Molecular genetics, 2. útg. - W.H.
Freeman and Company, San Francisco.
Guömundur Eggertsson
Líffrœðistofnun háskólans
Grensásvegur 12
108 Reykjavík
42